Innlent

„Engar vísbendingar, ekki neitt“

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Björgunarsveitarmenn við leit í Heydal í byrjun vikunnar.
Björgunarsveitarmenn við leit í Heydal í byrjun vikunnar. Landsbjörg

Lögregla og björgunarsveitir á Vesturlandi hófu skömmu eftir hádegi í dag leit að göngumanni sem ekki skilaði sé til byggða 30. desember. Um 25 björgunarsveitarmenn eru við leit í grennd við gönguleiðina á Snæfellsnesi sem maðurinn er talinn hafa farið.

Einar Strand, sem er í svæðisstjórn björgunarsveita á Vesturlandi, er á vettvangi leitarinnar í Heydal.

Andris Kalvas er frá Litháen en hefur verið búsettur hér á landi um nokkurt skeið.

„Það hefur gengið ágætlega. Menn mjakast þetta áfram, menn geta ekki farið hratt yfir. Það þarf að leita þetta sæmilega vel,“ segir Einar í samtali við fréttastofu.

Maðurinn sem leitað er að heitir Andris Kalvans. Hann er frá Lettlandi en hefur verið búsettur um hríð hér á landi og er sagður vanur göngumaður. Ekkert hafði fundist markvert við leitina seint á öðrum tímanum í dag, að sögn Einars.

„Engar vísbendingar, ekki neitt.“

Gert er ráð fyrir að leitinni verði haldið áfram þangað til dimmir í dag og þá er lagt upp með að byrja aftur klukkan tíu í fyrramálið.

Bíll mannsins fannst í vegkanti á milli bæjanna Heggstaða og Mýrdals á Snæfellsnesi. Ráðist var í umfangsmikla leit á mánudag og þriðjudag við Heydalsveg, í átt að Hrútaborg, á Haffjarðardal, Kaldadal, Kolbeinsstaðafjalli og í Eldborgahrauni. Ekki var leitað í gær, nýársdag.


Tengdar fréttir

Nafn mannsins sem leitað er á Snæfellesnesi

Leit að Andris Kalvans, Lettanum sem týndur hefur verið frá því á mánudag verður haldið áfram í dag. Hann er vanur fjallgöngumaður en leitarmenn hafa litlar sem engar vísbendingar um ferðir hans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×