Innlent

Leitin á Snæfellsnesi: Ákvörðun um framhald leitar tekin fyrir hádegi

Jóhann K. Jóhannsson skrifar
Leitin að göngumanni í Heydal á Snæfellsnei í nótt hefur ekki borið árangur.
Leitin að göngumanni í Heydal á Snæfellsnei í nótt hefur ekki borið árangur. Landsbjörg

Umfangsmikil leit björgunarsveita og lögreglu að göngumanni í Heydölum á Snæfellsnesi bar ekki árangur í gærkvöldi og í nótt. Um klukkan tvö í nótt var tekin ákvörðun um að fresta leit vegna versnandi veðurs.

Um 300 björgunarsveitarmenn tóku þátt í aðgerðum en fyrsta tilkynning, um að maðurinn væri týndur, barst um klukkan sjöunda í gærkvöldi og vöru fyrstu björgunarsveitarmenn komnir á vettvang um klukkan sjö.

Samkvæmt upplýsingum er talið að maðurinn hafi farið í fjallgöngu í Heydal, norður af Rauðameli. Hann er jafnframt sagður vanur fjallgöngum.

Í tilkynningu frá Lögreglunni á Vesturlandi frá því í nótt segir að tekin verði ákvörðun með morgninum um áframhaldandi leit.

Frá leitaraðgerðum á Snæfellsnesi í nótt. Landsbjörg

Tengdar fréttir

Leitað að manni á Snæfellsnesi

Búið er að kalla út björgunarsveitir á Vesturlandi og víðar vegna manns sem talinn er vera týndur á fjöllum á Snæfellsnesi.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.