Innlent

Úrskurðar um gæsluvarðhald yfir Kristjáni Gunnari ekki að vænta í dag

Kjartan Kjartansson skrifar

Landsréttur mun ekki taka afstöðu til kæru lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu varðandi gæsluvarðhald yfir Kristjáni Gunnari Valdimarssyni sem grunaður er um að hafa brotið gegn þremur konum og svipt þær frelsi í síðasta mánuði.

Samkvæmt upplýsingum fréttastofu Vísis fara dómarar Landsréttar enn yfir málið. Lögreglan kærði úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur sem hafnaði kröfu hennar um áframhaldandi gæsluvarðhald yfir Kristjáni Gunnari á mánudag.

Kristján Gunnar hafði þá setið í gæsluvarðhaldi frá því á jóladag. Þá var hann handtekinn á heimili sínu við Aragötu í Reykjavík. Hann var látinn laus eftir að héraðsdómur hafnaði gæsluvarðhaldskröfunni. Áður hafði Landsréttur aflétt einangrunarvist Kristjáns Gunnars í gæsluvarðhaldinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×