Enski boltinn

Alis­son fyrsti mark­vörðurinn til að vinna Samba d'Or

Anton Ingi Leifsson skrifar
Alisson með HM-bikar félagsliða.
Alisson með HM-bikar félagsliða. vísir/epa

Alisson, markvörður Liverpool, vann í kvöld til verðlaunanna Samba d’Or sem er veitt fyrir besta Brasilíumanninn í Evrópu.

Alisson átti magnað ár í marki Liverpool. Hann vann Evrópumeistaratitilinn og HM félgasliða með félaginu en að auki lenti liðið í 2. sæti ensku úrvalsdeildarinnar.







Alisson er fyrsti markvörðurinn til að vera kosinn en fyrrum sigurvegarara má sjá hér að neðan. Þetta er annað árið í röð og þriðja árið af síðustu fjórum sem leikmaður Liverpool vinnur til verðlaunanna.





Nú stendur Alisson í marki Liverpool sem spilar við Sheffield United á heimavelli. Með sigri nær Liverpool þrettán stiga forskoti á toppi deildarinnar og á leik til góða.

Þetta er 50. leikur Alisson fyrir Liverpool sem hefur komið eins og stormsveipur inn í lið Liverpool frá því hann gekk í raðir liðsins frá Roma árið 2018.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×