Skora ekki hjá Liverpool liðinu ef Joe Gomez byrjar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. janúar 2020 14:00 Joe Gomez er ennþá bara 22 ára gamall og er því framrtíðarmaður fyrir Liverpool. EPA-EFE/PETER POWELL Í öllum meiðslavandræðum miðvarða Liverpool liðsins þá hefur Joe Gomez spilað frábærlega í síðustu leikjum liðsins. Gomez hefur spilað svo vel að hvers kyns tölfræðisamanburður er honum allur í hag. Liverpool vann 2-0 sigur á Sheffield United í gær og vann ekki aðeins ellefta deildarleikinn í röð heldur hélt markinu hreinu fimmta leikinn í röð. Joe Gomez kom inn í miðvarðarstöðuna þegar þeir Joel Matip og Dejan Lovren meiddust. Einhver myndi segja að það skiptir ekki máli hver spili við hlið hins magnaða Virgil van Dijk en það er samt mikill munur á tölfræði Liverpool varnarinnar eftir því hvort hinn 22 ára gamli Joe Gomez sé í byrjunarliðinu eða ekki. Fólkið á Squawka Football tók þessa tölfræði saman hér fyrir neðan. Liverpool's record in the Premier League this season when Joe Gomez does not start: 14 games 2 clean sheets 13 conceded Liverpool's record in the Premier League this season when Joe Gomez starts: 6 games 5 clean sheets 1 conceded Five clean sheets in a row. pic.twitter.com/y5vIsW8ngm— Squawka Football (@Squawka) January 2, 2020 Liverpool hefur því fengið á sig 93 prósent marka sinna á ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu til þessa í þeim fjórtán leikjum sem Joe Gomez hefur ekki verið í byrjunarliðinu. Joe Gomez byrjaði fyrsta deildarleik tímabilsins þar sem Liverpool vann 4-1 sigur á Norwich en þá missti Liverpool markvörðinn sinn Alisson meiddan af velli. Liverpool komst í 4-0 en Finninn Teemu Pukki minnkaði muninn á 64. mínútu. Það er merkilegt mark þegar kemur að Joe Gomez og veru hans í byrjunarliði Liverpool. Það hefur nefnilega enginn annar skorað hjá Liverpool síðan þegar Joe Gomez er í byrjunarliðinu við hlið Virgil van Dijk. Leikurinn á móti Sheffield United var fimmti leikur Joe Gomez í röð í byrjunarliðinu og þeir hafa unnist allir. Mótherjum Liverpool hefur heldur ekki tekist að skora á þessum 450 mínútum. Í leiknum áður en Joe Gomez kom inn í byrjunarliðið vann Liverpool 5-2 sigur á Everton. Dejan Lovren var þá við hlið Van Dijk. Joe Gomez er nú búinn að spila í 485 mínútur í röð í ensku úrvalsdeildinni án þess að fá á sig mark. Hann kom fjórum sinnum inn á sem varamaður í lok leikja frá 10. ágúst til 4. desember en hefur síðan verið fastamaður í síðustu leikjum. Enski boltinn Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Fleiri fréttir Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Sjá meira
Í öllum meiðslavandræðum miðvarða Liverpool liðsins þá hefur Joe Gomez spilað frábærlega í síðustu leikjum liðsins. Gomez hefur spilað svo vel að hvers kyns tölfræðisamanburður er honum allur í hag. Liverpool vann 2-0 sigur á Sheffield United í gær og vann ekki aðeins ellefta deildarleikinn í röð heldur hélt markinu hreinu fimmta leikinn í röð. Joe Gomez kom inn í miðvarðarstöðuna þegar þeir Joel Matip og Dejan Lovren meiddust. Einhver myndi segja að það skiptir ekki máli hver spili við hlið hins magnaða Virgil van Dijk en það er samt mikill munur á tölfræði Liverpool varnarinnar eftir því hvort hinn 22 ára gamli Joe Gomez sé í byrjunarliðinu eða ekki. Fólkið á Squawka Football tók þessa tölfræði saman hér fyrir neðan. Liverpool's record in the Premier League this season when Joe Gomez does not start: 14 games 2 clean sheets 13 conceded Liverpool's record in the Premier League this season when Joe Gomez starts: 6 games 5 clean sheets 1 conceded Five clean sheets in a row. pic.twitter.com/y5vIsW8ngm— Squawka Football (@Squawka) January 2, 2020 Liverpool hefur því fengið á sig 93 prósent marka sinna á ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu til þessa í þeim fjórtán leikjum sem Joe Gomez hefur ekki verið í byrjunarliðinu. Joe Gomez byrjaði fyrsta deildarleik tímabilsins þar sem Liverpool vann 4-1 sigur á Norwich en þá missti Liverpool markvörðinn sinn Alisson meiddan af velli. Liverpool komst í 4-0 en Finninn Teemu Pukki minnkaði muninn á 64. mínútu. Það er merkilegt mark þegar kemur að Joe Gomez og veru hans í byrjunarliði Liverpool. Það hefur nefnilega enginn annar skorað hjá Liverpool síðan þegar Joe Gomez er í byrjunarliðinu við hlið Virgil van Dijk. Leikurinn á móti Sheffield United var fimmti leikur Joe Gomez í röð í byrjunarliðinu og þeir hafa unnist allir. Mótherjum Liverpool hefur heldur ekki tekist að skora á þessum 450 mínútum. Í leiknum áður en Joe Gomez kom inn í byrjunarliðið vann Liverpool 5-2 sigur á Everton. Dejan Lovren var þá við hlið Van Dijk. Joe Gomez er nú búinn að spila í 485 mínútur í röð í ensku úrvalsdeildinni án þess að fá á sig mark. Hann kom fjórum sinnum inn á sem varamaður í lok leikja frá 10. ágúst til 4. desember en hefur síðan verið fastamaður í síðustu leikjum.
Enski boltinn Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Fleiri fréttir Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Sjá meira