Jafnt í borgarslagnum í Barcelona

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Wu Lei í þann mund að jafna metin
Wu Lei í þann mund að jafna metin vísir/getty

Það var mikið um dýrðir í Barcelona í dag þegar Espanyol og Barcelona áttust við í spænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Espanyol ekki unnið heimaleik til þessa í vetur og reiknuðu margir með þægilegum sigri gestanna.

Það varð alls ekki raunin. Þvert á móti komust heimamenn yfir í fyrri hálfleik með marki David Lopez og leiddu með einu marki í leikhléi.

Börsungar mættu tvíefldir í síðari hálfleikinn og eftir klukkutíma leik var staðan orðin 1-2 þeim í vil með mörkum Luis Suarez og Arturo Vidal.

Frenkie De Jong fékk að líta tvö gul spjöld með skömmu millibili á síðasta stundarfjórðungi leiksins og þar með rautt spjald. Liðsmuninn nýttu heimamenn sér til að jafna leikinn því kínverski markahrókurinn Wu Lei skoraði á 88.mínútu og jafntefli niðurstaðan.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira