„Mataræðið er miklu mikilvægara en hreyfingin“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 3. janúar 2020 23:15 Egill Einarsson íþróttafræðingur ræddi um heilsu í Ísland í dag. Mynd/Stöð2 Líkamsræktarstöðvarnar verða „eins og maurabú“ á mánudaginn sagði íþróttafræðingurinn og einkaþjálfarinn Egill Einarsson í þættinum Ísland í dag. Þar ræddi hann um áramótaheit og bætta heilsu. Þar leggur hann mikla áherslu á mataræðið. Egill segir að líkamsræktarstöðvar landsins fyllist alltaf fyrstu tvær vikurnar í janúar og svo fækki strax aftur. Hann segir að sprengingin byrji fyrsta mánudag janúarmánaðar ár hvert. „Núna er föstudagur og það eru helvíti fáir hérna, en ég get lofað þér því að ef þú kemur hérna á mánudaginn þá verður þetta eins og maurabú,“ segir Egill en viðtalið var tekið í Sporthúsinu þar sem hann starfar. „Það er líka hluti af veseninu. Af hverju fyllist allt í janúar og síðan er fólk fljótt að henda inn handklæðinu. Það er út af þessum hugsunarhætti „Æj ég byrja bara á mánudaginn.“ Fyrir þá sem eru núna að horfa á þetta heima, í gallann og út í göngutúr í hálftíma. Ekki á mánudaginn, núna. Þetta er ekki flókið.“ Egill þjálfar krakka niður í tíu ára aldur og leggur til að danska sé tekin út úr kennsluskrá grunnskóla og næringarfræði sé kennd í staðinn. Mynd/Stöð2 Mikilvægt að hætta að borða rusl Egill talaði um að það sé eðlilegt að missa úr ákveðna daga eða vikur, en það sem mestu máli skiptir sé að heilt yfir hreyfa sig mikið á árinu 2020. „Eins og staðan er á Íslandi í dag er einn þriðji af Íslendingum annað hvort með sykursýki tvö eða forstig af sykursýki tvö. Þetta eru rosalegar tölur. Af hverju er þetta að gerast? Þetta er rosalega einfalt. Fólk er að hreyfa sig mjög lítið og er að borða rusl. Aðalatriðið er að hætta að borða rusl. Mataræðið er miklu mikilvægara en hreyfingin, það er staðan.“ Hann sagði að það sé einfaldlega ekki hægt að hlaupa sig frá slæmu mataræði. „Þessi unnu kolvetni sérstaklega, er það sem er slæmt.“ Egill segir mikilvægt að fá samt ekki samviskubit yfir því að borða eitthvað óhollt, mataræðið eigi bara að vera heilt yfir gott. Hann ráðleggur fólki að fara í gönguferðir. Svo ítrekar hann líka að það sé mikilvægt að lyfta lóðum í bland við þolþjálfun. „Að lyfta lóðum tvisvar til þrisvar í viku væri strax mjög gott.“ Innslagið í heild sinni má finna í spilaranum hér að neðan en þar er líka rætt við aðra þjálfara og einstaklinga á æfingu. Heilsa Ísland í dag Matur Tengdar fréttir „Lykilatriði að hafa í huga að stefna hæfilega hátt“ Bergsveinn Ólafsson gefur góð ráð um áramótaheit. 2. janúar 2020 23:10 Mest lesið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Lífið Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Lífið Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Lífið Emma Watson svipt ökuleyfinu Lífið 50+: Grái fiðringurinn hjá kallinum ekkert endilega vesen Áskorun Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann Sjá meira
Líkamsræktarstöðvarnar verða „eins og maurabú“ á mánudaginn sagði íþróttafræðingurinn og einkaþjálfarinn Egill Einarsson í þættinum Ísland í dag. Þar ræddi hann um áramótaheit og bætta heilsu. Þar leggur hann mikla áherslu á mataræðið. Egill segir að líkamsræktarstöðvar landsins fyllist alltaf fyrstu tvær vikurnar í janúar og svo fækki strax aftur. Hann segir að sprengingin byrji fyrsta mánudag janúarmánaðar ár hvert. „Núna er föstudagur og það eru helvíti fáir hérna, en ég get lofað þér því að ef þú kemur hérna á mánudaginn þá verður þetta eins og maurabú,“ segir Egill en viðtalið var tekið í Sporthúsinu þar sem hann starfar. „Það er líka hluti af veseninu. Af hverju fyllist allt í janúar og síðan er fólk fljótt að henda inn handklæðinu. Það er út af þessum hugsunarhætti „Æj ég byrja bara á mánudaginn.“ Fyrir þá sem eru núna að horfa á þetta heima, í gallann og út í göngutúr í hálftíma. Ekki á mánudaginn, núna. Þetta er ekki flókið.“ Egill þjálfar krakka niður í tíu ára aldur og leggur til að danska sé tekin út úr kennsluskrá grunnskóla og næringarfræði sé kennd í staðinn. Mynd/Stöð2 Mikilvægt að hætta að borða rusl Egill talaði um að það sé eðlilegt að missa úr ákveðna daga eða vikur, en það sem mestu máli skiptir sé að heilt yfir hreyfa sig mikið á árinu 2020. „Eins og staðan er á Íslandi í dag er einn þriðji af Íslendingum annað hvort með sykursýki tvö eða forstig af sykursýki tvö. Þetta eru rosalegar tölur. Af hverju er þetta að gerast? Þetta er rosalega einfalt. Fólk er að hreyfa sig mjög lítið og er að borða rusl. Aðalatriðið er að hætta að borða rusl. Mataræðið er miklu mikilvægara en hreyfingin, það er staðan.“ Hann sagði að það sé einfaldlega ekki hægt að hlaupa sig frá slæmu mataræði. „Þessi unnu kolvetni sérstaklega, er það sem er slæmt.“ Egill segir mikilvægt að fá samt ekki samviskubit yfir því að borða eitthvað óhollt, mataræðið eigi bara að vera heilt yfir gott. Hann ráðleggur fólki að fara í gönguferðir. Svo ítrekar hann líka að það sé mikilvægt að lyfta lóðum í bland við þolþjálfun. „Að lyfta lóðum tvisvar til þrisvar í viku væri strax mjög gott.“ Innslagið í heild sinni má finna í spilaranum hér að neðan en þar er líka rætt við aðra þjálfara og einstaklinga á æfingu.
Heilsa Ísland í dag Matur Tengdar fréttir „Lykilatriði að hafa í huga að stefna hæfilega hátt“ Bergsveinn Ólafsson gefur góð ráð um áramótaheit. 2. janúar 2020 23:10 Mest lesið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Lífið Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Lífið Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Lífið Emma Watson svipt ökuleyfinu Lífið 50+: Grái fiðringurinn hjá kallinum ekkert endilega vesen Áskorun Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann Sjá meira
„Lykilatriði að hafa í huga að stefna hæfilega hátt“ Bergsveinn Ólafsson gefur góð ráð um áramótaheit. 2. janúar 2020 23:10