Ragnar með tilboð frá Skandinavíu og Tyrklandi: Til í að prófa Asíu Anton Ingi Leifsson skrifar 4. janúar 2020 12:30 Ragnar í landsleik gegn Sviss á síðasta ári. vísir/epa Landsliðsmaðurinn Ragnar Sigurðsson er með tilboð frá bæði Skandinavíu og Tyrklandi en miðvörðurinn knái er án liðs eftir að hafa fengið sig lausan frá Rostov á dögunum. Ragnar hafði verið í herbúðum Rostov frá árinu 2018 en áður hafði hann meðal annars leikið með FCK, Krasnodar og Fulham. Miðvörðurinn öflugi var í viðtali hjá Bjarna Helgasyni í helgarblaði Morgunblaðsins þar sem hann fór yfir næstu skref. „Ég er búinn að vera í fríi núna sem hefur verið bæði gott fyrir mig og líka nauðsynlegt. Það er mikil-vægt að hlaða batteríin öðru hverju og það er alltaf gott að koma heim til Íslands,“ sagði Ragnar. „Að sama skapi er alltaf óþægilegt þegar framtíðin er í smá óvissu en janúarglugginn verður opinn út mánuðinn og ég hef þess vegna ágætis tíma til þess að ákveða næstu skref á ferlinum.“ Ragnar hefur komið víða við á ferlinum en hann segir að hann sé ekki búinn að ákveða næstu skref eða í hvaða landi hann verður. „Ég er alveg til í að prófa nýja hluti og spila í Asíu sem dæmi. Eins set ég það ekki fyrir mig að vera áfram í Rússlandi og þá leið mér alltaf mjög vel í Skandinavíu þegar ég spilaði þar þannig að það má alveg segja sem svo að ég sé í raun opinn fyrir nánast öllu.“ FCK hefur verið nefnt til sögunnar en Ragnar lék þar við góðan orðstír frá 2011 til 2014. Hann er í guðatölu hjá mörgum stuðningsmönnum liðsins og Ragnar útilokar það ekki. Det er op til FCK om Ragnar Sigurdsson skal tilbage i den hvide trøje. Hører islændingen selv er mere end klar på et gensyn. #sldk#transferdk— Søren Sorgenfri (@SSorgenfri) January 2, 2020 „Mér leið mjög vel í Kaupmannahöfn og það er ein af mínum uppáhaldsborgum í dag. Eins og ég sagði áðan er ég opinn fyrir flestu og ég er með nokkur tilboð í höndunum, meðal annars frá Skandinavíu og Tyrklandi.“ Ragnar bætti við að lokum að hann ætli ekki að flýta sér að taka ákvörðun um næsta áfangastað og að hann muni bíða eftir rétta tilboðinu. Fótbolti Tengdar fréttir Ragnar yfirgefur Rostov Ragnar Sigurðsson er laus allra mála frá rússneska félaginu Rostov. Hann komst að samkomulagi við félagið um að rifta samningi sínum í dag. 23. desember 2019 17:10 Ragnar í viðræðum við liðið í þriðja sæti tyrknesku úrvalsdeildarinnar Miðvörðurinn Ragnar Sigurðsson er að öllum líkindum á leið í tyrkneska boltann. 27. desember 2019 11:48 Mest lesið Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Enski boltinn „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Handbolti Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport Fleiri fréttir Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Man. City - West Ham | Bláklæddir geta tyllt sér á toppinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Sjá meira
Landsliðsmaðurinn Ragnar Sigurðsson er með tilboð frá bæði Skandinavíu og Tyrklandi en miðvörðurinn knái er án liðs eftir að hafa fengið sig lausan frá Rostov á dögunum. Ragnar hafði verið í herbúðum Rostov frá árinu 2018 en áður hafði hann meðal annars leikið með FCK, Krasnodar og Fulham. Miðvörðurinn öflugi var í viðtali hjá Bjarna Helgasyni í helgarblaði Morgunblaðsins þar sem hann fór yfir næstu skref. „Ég er búinn að vera í fríi núna sem hefur verið bæði gott fyrir mig og líka nauðsynlegt. Það er mikil-vægt að hlaða batteríin öðru hverju og það er alltaf gott að koma heim til Íslands,“ sagði Ragnar. „Að sama skapi er alltaf óþægilegt þegar framtíðin er í smá óvissu en janúarglugginn verður opinn út mánuðinn og ég hef þess vegna ágætis tíma til þess að ákveða næstu skref á ferlinum.“ Ragnar hefur komið víða við á ferlinum en hann segir að hann sé ekki búinn að ákveða næstu skref eða í hvaða landi hann verður. „Ég er alveg til í að prófa nýja hluti og spila í Asíu sem dæmi. Eins set ég það ekki fyrir mig að vera áfram í Rússlandi og þá leið mér alltaf mjög vel í Skandinavíu þegar ég spilaði þar þannig að það má alveg segja sem svo að ég sé í raun opinn fyrir nánast öllu.“ FCK hefur verið nefnt til sögunnar en Ragnar lék þar við góðan orðstír frá 2011 til 2014. Hann er í guðatölu hjá mörgum stuðningsmönnum liðsins og Ragnar útilokar það ekki. Det er op til FCK om Ragnar Sigurdsson skal tilbage i den hvide trøje. Hører islændingen selv er mere end klar på et gensyn. #sldk#transferdk— Søren Sorgenfri (@SSorgenfri) January 2, 2020 „Mér leið mjög vel í Kaupmannahöfn og það er ein af mínum uppáhaldsborgum í dag. Eins og ég sagði áðan er ég opinn fyrir flestu og ég er með nokkur tilboð í höndunum, meðal annars frá Skandinavíu og Tyrklandi.“ Ragnar bætti við að lokum að hann ætli ekki að flýta sér að taka ákvörðun um næsta áfangastað og að hann muni bíða eftir rétta tilboðinu.
Fótbolti Tengdar fréttir Ragnar yfirgefur Rostov Ragnar Sigurðsson er laus allra mála frá rússneska félaginu Rostov. Hann komst að samkomulagi við félagið um að rifta samningi sínum í dag. 23. desember 2019 17:10 Ragnar í viðræðum við liðið í þriðja sæti tyrknesku úrvalsdeildarinnar Miðvörðurinn Ragnar Sigurðsson er að öllum líkindum á leið í tyrkneska boltann. 27. desember 2019 11:48 Mest lesið Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Enski boltinn „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Handbolti Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport Fleiri fréttir Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Man. City - West Ham | Bláklæddir geta tyllt sér á toppinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Sjá meira
Ragnar yfirgefur Rostov Ragnar Sigurðsson er laus allra mála frá rússneska félaginu Rostov. Hann komst að samkomulagi við félagið um að rifta samningi sínum í dag. 23. desember 2019 17:10
Ragnar í viðræðum við liðið í þriðja sæti tyrknesku úrvalsdeildarinnar Miðvörðurinn Ragnar Sigurðsson er að öllum líkindum á leið í tyrkneska boltann. 27. desember 2019 11:48