Enski boltinn

Sagðist geta skorað 40 mörk á tíma­bili gegn John Stones sem vildi ekki tala við hann

Anton Ingi Leifsson skrifar
Pope fagnar jöfnunarmarkinu í gær.
Pope fagnar jöfnunarmarkinu í gær. vísir/getty

Tom Pope er ekki nafn sem margir þekkja sem fylgjast með enska boltanum en hann er framherji Port Vale sem leikur í ensku D-deildinni.

Liðin mætti Manchester City í gær og tapaði 4-1 en liðið jafnaði í 1-1. Það gerði hinn 34 ára gamli framherji Tom Pope.

Eftir það var rifjað upp skemmtileg tíst frá Pope í sumar þar sem hann sagðist geta skorað 40 mörk á tímabili gegn John Stones ef hann myndi mæta honum.

Pope var þá að horfa á leik Englands í Þjóðadeildinni þar sem honum þótti ekki mikið til Stones koma en þeir mættust svo í gærkvöldi. Og auðvitað skoraði Pope.





Glöggir netverjar voru fljótir að grafa upp þetta tíst frá Pope og hann sló svo á létta strengi eftir leikinn. Hann breytti tölunni úr 40 í 50 mörk á tímabili, fengi hann að eiga meira við Stones.

Það fór vel á með liðunum eftir leikinn og voru leikmenn Port Vale mættir í búningsklefa Manchester City þar sem leikmennirnir spjölluðu saman og leikmenn gestaliðsins fengu mynd af sér með stórstjörnum City.

Það voru þó ekki allir sem vildu spjalla við leikmenn mótherjanna því John Stones hafði engan áhuga á að spjalla við Pope.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×