Hetja Liverpool í gær er alvöru Scouser og markið hans minnir marga á byrjun Rooney Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. janúar 2020 08:30 Curtis Jones fagnar markiinu sínu í gær. Getty/Clive Brunskill Hver er þessi Curtis Jones sem tryggði Liverpool 1-0 sigur á Everton í enska bikarnum í gær? Fyrsta mark Curtis Jones fyrir æskuklúbbinn sinn var sigurmark á móti nágrönnunum í Everton. Það er erfitt að byrja betur hjá Liverpoolo og ekki síst þegar markið þitt er jafn glæsilegt og raun ber vitni. Knattspyrnusérfræðingar voru strax búnir að finna líkindi með þessari innkomu Curtis Jones og þeirri þegar Wayne Rooney skoraði sitt fyrsta mark fyrir Everton á móti Arsenal á sínum tíma. Curtis Jones var aðeins átján ára og 40 daga gamall í gær og er yngsti markaskorari Liverpool í leik á móti Everton síðan að Robbie Fowler skoraði í Merseyside derby leiknum árið 1994. A Liverpool-born teenager scoring a screamer from 20 yards in a game featuring Everton. Was this Curtis Jones' 'Rooney moment'? Feature https://t.co/JMWIroCoOrpic.twitter.com/FvWFWt5Qwe— BBC Sport (@BBCSport) January 5, 2020 Wayne Rooney var uppalinn hjá Everton og stimplaði sig einn í enska boltann með frábæru marki á móti Arsenal árið 2002. Með markinu endaði hann 30 leikja sigurgöngu Arsenal sem var þá allra besta lið deildarinnar. „Mannstu eftir fyrsta marki Wayne Rooney fyrir Everton? Við erum með sérstakan strák hérna,“ sagði Dion Dublin, fyrrum framherji í ensku úrvalsdeildinni, í þætti á BBC Radio 5 Live. „Ég verð að taka hattinn ofan fyrir þessum strák. Þvílík afgreiðsla og þvílíkt fyrsta mark fyrir sinn æskuklúbb,“ bætti Dublin við. What a crazy day, WOW! Unbelievable feeling scoring my first goal for @LFC but most importantly a great team performance. On to the next.... pic.twitter.com/kUQAaoxsqq— Curtis Jones (@curtisjr_10) January 5, 2020 Varalið Liverpool tókst að slá út Everton og biðin eftir sigri á Anfield lengist því enn. Curtis Jones var ekki einu sinni fæddur þeger Everton vann síðst á Anfield. Alan Shearer var ánægður með viðtal við strákinn eftir leikinn þar sem Curtis Jones sagðist vera pirraður yfir því að fá ekki fleiri tækifæri. Hann nýtti tækifærið sitt í gær. Curtis Jones fæddist í Toxteth hverfinu sem er í miðri Liverpool borg. Hann varð fyrst leikmaður níu ára liðsins og hefur síðan spilað með öllum yngri liðum Liverpool. "I think for me, being a young lad, a local lad and playing for the team that I love and the fans that I love, it’s massive."@curtisjr_10 on battling through illness to score #MerseysideDerby winner...https://t.co/xFxqcM451h— Liverpool FC (@LFC) January 5, 2020 Jones skrifaði undir fyrsta atvinnumannasamning sinn við Liverpool árið 2018 og kom nokkuð við sögu á undirbúningstímabilinu fyrir 2018-19. Jürgen Klopp talaði þá um það í viðtölum að Curtis Jones væri alvöru Scouser en það er gælunafn mann frá Liverpool svæðinu. Jones fékk sitt fyrsta tækifæri með aðalliði Liverpool á sama tíma fyrir ári síðan og var þá í byrjunarliðinu í bikartapi á móti Úlfunum. Curtis Jones hefur ekki fengið mörg tækifæri síðan þá en skrifaði undir langtímasamning við Liverpool í ágúst síðastliðnum. Hann var síðan valinn maður leiksins í sigri á MK Dons í enska deildabikarnum og skoraði líka úr vítaspyrnu í vítakeppninni á móti Arsenal í sömu keppni. Fyrsti leikur hans í ensku úrvalsdeildinni kom á móti Bournemouth í desember og hann skoraði síðan fyrsta markið með eftirminnilegum hætti í gær. Hér fyrir neðan má sjá sigurmarkið hjá Curtis Jones í gær. Enski boltinn Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Fleiri fréttir Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán Sjá meira
Hver er þessi Curtis Jones sem tryggði Liverpool 1-0 sigur á Everton í enska bikarnum í gær? Fyrsta mark Curtis Jones fyrir æskuklúbbinn sinn var sigurmark á móti nágrönnunum í Everton. Það er erfitt að byrja betur hjá Liverpoolo og ekki síst þegar markið þitt er jafn glæsilegt og raun ber vitni. Knattspyrnusérfræðingar voru strax búnir að finna líkindi með þessari innkomu Curtis Jones og þeirri þegar Wayne Rooney skoraði sitt fyrsta mark fyrir Everton á móti Arsenal á sínum tíma. Curtis Jones var aðeins átján ára og 40 daga gamall í gær og er yngsti markaskorari Liverpool í leik á móti Everton síðan að Robbie Fowler skoraði í Merseyside derby leiknum árið 1994. A Liverpool-born teenager scoring a screamer from 20 yards in a game featuring Everton. Was this Curtis Jones' 'Rooney moment'? Feature https://t.co/JMWIroCoOrpic.twitter.com/FvWFWt5Qwe— BBC Sport (@BBCSport) January 5, 2020 Wayne Rooney var uppalinn hjá Everton og stimplaði sig einn í enska boltann með frábæru marki á móti Arsenal árið 2002. Með markinu endaði hann 30 leikja sigurgöngu Arsenal sem var þá allra besta lið deildarinnar. „Mannstu eftir fyrsta marki Wayne Rooney fyrir Everton? Við erum með sérstakan strák hérna,“ sagði Dion Dublin, fyrrum framherji í ensku úrvalsdeildinni, í þætti á BBC Radio 5 Live. „Ég verð að taka hattinn ofan fyrir þessum strák. Þvílík afgreiðsla og þvílíkt fyrsta mark fyrir sinn æskuklúbb,“ bætti Dublin við. What a crazy day, WOW! Unbelievable feeling scoring my first goal for @LFC but most importantly a great team performance. On to the next.... pic.twitter.com/kUQAaoxsqq— Curtis Jones (@curtisjr_10) January 5, 2020 Varalið Liverpool tókst að slá út Everton og biðin eftir sigri á Anfield lengist því enn. Curtis Jones var ekki einu sinni fæddur þeger Everton vann síðst á Anfield. Alan Shearer var ánægður með viðtal við strákinn eftir leikinn þar sem Curtis Jones sagðist vera pirraður yfir því að fá ekki fleiri tækifæri. Hann nýtti tækifærið sitt í gær. Curtis Jones fæddist í Toxteth hverfinu sem er í miðri Liverpool borg. Hann varð fyrst leikmaður níu ára liðsins og hefur síðan spilað með öllum yngri liðum Liverpool. "I think for me, being a young lad, a local lad and playing for the team that I love and the fans that I love, it’s massive."@curtisjr_10 on battling through illness to score #MerseysideDerby winner...https://t.co/xFxqcM451h— Liverpool FC (@LFC) January 5, 2020 Jones skrifaði undir fyrsta atvinnumannasamning sinn við Liverpool árið 2018 og kom nokkuð við sögu á undirbúningstímabilinu fyrir 2018-19. Jürgen Klopp talaði þá um það í viðtölum að Curtis Jones væri alvöru Scouser en það er gælunafn mann frá Liverpool svæðinu. Jones fékk sitt fyrsta tækifæri með aðalliði Liverpool á sama tíma fyrir ári síðan og var þá í byrjunarliðinu í bikartapi á móti Úlfunum. Curtis Jones hefur ekki fengið mörg tækifæri síðan þá en skrifaði undir langtímasamning við Liverpool í ágúst síðastliðnum. Hann var síðan valinn maður leiksins í sigri á MK Dons í enska deildabikarnum og skoraði líka úr vítaspyrnu í vítakeppninni á móti Arsenal í sömu keppni. Fyrsti leikur hans í ensku úrvalsdeildinni kom á móti Bournemouth í desember og hann skoraði síðan fyrsta markið með eftirminnilegum hætti í gær. Hér fyrir neðan má sjá sigurmarkið hjá Curtis Jones í gær.
Enski boltinn Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Fleiri fréttir Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán Sjá meira