Segja að allt byrjunarlið Liverpool í gær hafi kostað minna en Gylfi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. janúar 2020 10:00 Gylfi Þór Sigurðsson í leiknum á móti Liverpool í gær. Getty/Clive Brunskill Það er óhætt að segja að stuðningsmenn Everton hafi átt erfitt með að sætta sig við tap á móti varaliði Liverpool í enska bikarnum í gær en fáir fengu að finna fyrir því meira en íslenski landsliðsmaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson. Gylfi fékk mjög slæma dóma fyrir frammistöðu sína á móti unglingunum í Liverpool liðinu og eftir svona leik er verðmiði Gylfa mjög þungur kross að bera. Gylfi byrjaði vel undir stjórn Carlo Ancelotti og hefur verið í byrjunaliði Ítalans í öllum leikjunum. Ancelotti hefur hins vegar tekið Gylfa af velli í síðustu tveimur leikjum þar sem íslenska landsliðsmanninum hefur gengið illa að koma sér inn í leikinn. Það sem gerir þetta tap á Anfield enn sárara eða að Jürgen Klopp hvíldi alla stjörnuleikmenn sína í þessum leik og byrjunarliðið var að mestu skipað leikmönnum úr akademíu félagsins. Gagnrýnendur íslenska landsliðsmannsins hafa líka bent á það að Gylfi kostaði jafnmikið eða jafnvel meira en allt byrjunarlið Liverpool í leiknum gær. Or one Gylfi Sigurdsson https://t.co/je0fbKU8vZ— Carl Markham (@carlmarkham) January 5, 2020 Byrjunarlið Liverpool kostaði samanlagt 43,95 milljón pund samkvæmt útreikningnum hér fyrir ofan en Everton keypti Gylfa á 44,46 milljónir punda frá Swansea í janúar 2017 samkvæmt upplýsingum frá Transfermarkt. Byrjunarlið Everton í þessu 1-0 bikartapi á móti nágrönnum sínum kostaði samanlagt 221,06 milljónir punda. Gylfi er með 2 mörk og 1 stoðsendingu í 23 leikjum með Everton í öllum keppnum á þessu tímabili.Byrjunarliðsmenn Liverpool í leiknum í gær: Adrián Neco Williams Nathaniel Phillips Joe Gomez James Milner Adam Lallana Pedro Chirivella Curtis Jones Harvey Elliott Takumi Minamino Divock Origi Hér fyrir neðan má sjá sigurmarkið hjá Curtis Jones í gær. Enski boltinn Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Fleiri fréttir Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Sjá meira
Það er óhætt að segja að stuðningsmenn Everton hafi átt erfitt með að sætta sig við tap á móti varaliði Liverpool í enska bikarnum í gær en fáir fengu að finna fyrir því meira en íslenski landsliðsmaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson. Gylfi fékk mjög slæma dóma fyrir frammistöðu sína á móti unglingunum í Liverpool liðinu og eftir svona leik er verðmiði Gylfa mjög þungur kross að bera. Gylfi byrjaði vel undir stjórn Carlo Ancelotti og hefur verið í byrjunaliði Ítalans í öllum leikjunum. Ancelotti hefur hins vegar tekið Gylfa af velli í síðustu tveimur leikjum þar sem íslenska landsliðsmanninum hefur gengið illa að koma sér inn í leikinn. Það sem gerir þetta tap á Anfield enn sárara eða að Jürgen Klopp hvíldi alla stjörnuleikmenn sína í þessum leik og byrjunarliðið var að mestu skipað leikmönnum úr akademíu félagsins. Gagnrýnendur íslenska landsliðsmannsins hafa líka bent á það að Gylfi kostaði jafnmikið eða jafnvel meira en allt byrjunarlið Liverpool í leiknum gær. Or one Gylfi Sigurdsson https://t.co/je0fbKU8vZ— Carl Markham (@carlmarkham) January 5, 2020 Byrjunarlið Liverpool kostaði samanlagt 43,95 milljón pund samkvæmt útreikningnum hér fyrir ofan en Everton keypti Gylfa á 44,46 milljónir punda frá Swansea í janúar 2017 samkvæmt upplýsingum frá Transfermarkt. Byrjunarlið Everton í þessu 1-0 bikartapi á móti nágrönnum sínum kostaði samanlagt 221,06 milljónir punda. Gylfi er með 2 mörk og 1 stoðsendingu í 23 leikjum með Everton í öllum keppnum á þessu tímabili.Byrjunarliðsmenn Liverpool í leiknum í gær: Adrián Neco Williams Nathaniel Phillips Joe Gomez James Milner Adam Lallana Pedro Chirivella Curtis Jones Harvey Elliott Takumi Minamino Divock Origi Hér fyrir neðan má sjá sigurmarkið hjá Curtis Jones í gær.
Enski boltinn Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Fleiri fréttir Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Sjá meira