Innlent

2500 laus störf á íslenskum vinnumarkaði

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Hagstofa Íslands.
Hagstofa Íslands. Vísir/hanna

Um 2.500 störf voru laus á íslenskum vinnumarkaði á fjórða ársfjórðungi 2019, samkvæmt niðurstöðum starfaskráningar Hagstofu Íslands. Á sama tíma voru um 229.500 störf mönnuð og hlutfall lausra starfa var því rétt um 1,1%.

Um er að ræða bráðabirgðatölur byggðar á gögnum úr starfaskráningu Hagstofunnar sem er ársfjórðungsleg úrtaksrannsókn meðal lögaðila.

Meginmarkmið starfaskráningar Hagstofunnar er að safna upplýsingum um fjölda lausra starfa og fjölda starfsmanna hjá lögaðilum sem greiða laun á Íslandi. Starfaskráningin er framkvæmd ársfjórðungslega á fyrirfram ákveðnum tímapunkti sem jafnan er um miðbik hvers ársfjórðungs. Í úrtak starfaskráningar á fjórða ársfjórðungi 2019 völdust 608 lögaðilar.

Töluverðar sviptingar hafa verið á íslenskum atvinnumarkaði síðustu misserin. Hópuppsagnir voru tíðar í fyrra en hundruð manns misstu vinnuna þegar flugfélagið Wow air varð gjaldþrota í mars og þá var um hundrað starfsmönnum Arion banka sagt upp í september.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×