Markalaust í fyrsta leik Zlatans með Milan

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Zlatan kemur inn af bekknum í dag.
Zlatan kemur inn af bekknum í dag. vísir/getty

Innkoma Zlatan Ibrahimovic náði ekki að skila AC Milan þremur stigum í dag er liðið tók á móti Sampdoria á San Siro. Leiknum lyktaði með markalausu jafntefli.Zlatan hóf leik á bekknum kom inn af bekknum á 55. mínútu og var fljótur að láta að sér kveða.Hann var mikið í sóknarspilinu og átti skalla af stuttu færi sem vildi ekki í markið. Annars gekk félögum hans ekkert of vel að búa til opin færi fyrir Svíann.Það virkaði þó meira líf í Milan-mönnum með Zlatan á vellinum en liðið er eftir sem áður í tólfta sæti deildarinnar en Sampdoria er í sautjánda sæti, rétt fyrir ofan fallsæti.

Tengd skjöl

Bein lýsing

Leikirnir
    Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.
    Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.