Enski boltinn

Liverpool fær til sín framherja sem kom upp í gegnum akademíu Manchester City

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Joe Hardy
Joe Hardy Mynd/Twitter/@BrentfordFC

Liverpool hefur keypt framherjann Joe Hardy frá Bentford en það eru sérstaklega tengsl stráksins við keppinautana í Manchester City sem vekja athygli.

Kaupverðið er ekki gefið upp en það gæti reyndar orðið erfitt fyrir strákinn að vinna sér sæti liði Heims- og Evrópumeistara Liverpool.

Joe Hardy er 21 árs gamall og hefur skorað 40 mörk í 80 leikjum með b-liði Brentford. Hann kom upp í gegnum akademíu Manchester City.



Brentford tilkynnti um félagsskiptin í dag en Joe Hardy var á bekknum hjá 23 ára liði Liverpool í leik á móti Manchester City.

„Tími hans hjá Brentford er á enda en það getur bara verið gott fyrir hann að fara í stórt félag eins og Liverpool,“ sagði þjálfari b-liðs Brentford.

„Við höfum sagt það á undanförnum mánuðum að ekki allir leikmenn okkar munu spila fyrir aðallið Brentford en við viljum hjálpa þeim að búa til feril og þetta stórt skref í rétta átt fyrir Joe og hans feril. Hann ætlar sér að fara til i, spila með 23 ára liðinu og sjá til hvert það leiðir hann,“ sagði þjálfarinn.

Um leið og Joe Hardy kemur þá fer Rhian Brewster á lán til Swansea City og klárar tímabilið í Wales. Það má búast við því að Hardy spili nær eingöngu með 23 ára liðinu á þessu tímabili.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×