Erlent

Breskur maður neitar að hafa notað máv í slag

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Maðurinn var ákærður fyrir að hafa reynt að slasa villtan fugl.
Maðurinn var ákærður fyrir að hafa reynt að slasa villtan fugl. getty/Matt Cardy

Maður frá Plymouth í Bretlandi neitaði fyrir dómi í dag að hafa notað máv í slag við kaffihúsagest. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins.

Paul Elcombe, 26 ára gamall, er sakaður um að hafa kastað fuglinum að Kyle Towers á Goodbody kaffihúsinu í Plymouth þann 12. maí síðastliðinn. Elcombe kom fyrir dóm í dag en hann er ákærður fyrir að hafa slasað Towers með ásetning um að slasa hann alvarlega.

Engin málsvörn barst í hinum ákæruliðnum, sem er að reyna að slasa villtan fugl.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×