Ásmundur minnist blessaðs litla frænda síns Kristín Ólafsdóttir skrifar 9. janúar 2020 10:17 Ásmundur er afabróðir Leifs Magnúsar og rifjar upp fallegar minningar um frænda sinn í minningargrein á vef Eyjafrétta. Samsett Ásmundur Friðriksson þingmaður Sjálfstæðisflokksins minnist frænda síns, Leifs Magnúsar Grétarssonar Thisland, með hlýju í grein sem birtist á vef Eyjar.net í gær. Leif Magnús lést þegar hann féll í Núpá í óveðrinu sem gekk yfir landið um miðjan desember síðastliðinn. Leif Magnús fæddist í Kristiansand í Noregi 22. janúar 2003. Óskar Friðriksson, afi Leifs Magnúsar, er bróðir Ásmundar. Leif Magnús flutti til Vestmannaeyja sumarið 2011, þá átta ára gamall, eftir erfiða æsku í Noregi en móðir hans var myrt af norskum kærasta sínum í mars það ár. Ásmundur hefur minningarorð sín á því að fjalla um harmleikinn sem setti mark sitt á fyrstu æviár Leifs Magnúsar. „Þú varst bara 7 ára þegar þú ráfaðir aleinn í skóginum við Mandal. Heimabæ móður þinnar í Noregi og þú leitaðir hennar. Hún hafði verið tekin frá þér, farin upp til ljóssins sem þú reyndir að finna á milli þéttra trjátoppanna. En það tók þig ekki nema 9 ár að finna ljósið og mömmu þína eftir of stutta lífsgöngu, hrakinn og blautur,“ skrifar Ásmundur. Tárin láku á hinni línunni Þá er Ásmundi tíðrætt um ást Leifs Magnúsar á sveitinni, búskap og vinnuvélum. Hann lýsir því að hann hafi verið sérstaklega stoltur af litla frænda sínum við minnisstætt tilefni; Leif Magnúsi mannalegum að stýra traktor, aðeins fimmtán ára gömlum. „Þú varst bara 15 ára, búinn að kaupa tvo traktora en fáir peyjar á þínum aldri geta stjórnað stærstu traktorum með heytætlur og rúlluvélar í eftirdragi. […] Þú snaraðist út úr bílnum, tókst stórt skrúfjárn og tengdir milli pólana á rafgeyminum og vélin hrökk í gang. Snaraðist fimlega upp stigann, inn í risa traktorinn, kúplaðir heytætlunni inn, settir í gír og vélin æddi af stað. Þú varst mannalegur frændi. Ég horfði hugfanginn á eftir þér, þú hélst í stýrið og leist út um afturrúðuna til að athuga hvort allt væri í lagið og gjóaðir svo augunum til Ása frænda sem var eitt bros. Rosalega vorum við montnir á þessu augnabliki. Ég af þér og þú, náttúrubarn á heimavelli lífs þíns.“ Sjá einnig: Mynduðu kross á Heimakletti til minningar um elsku vin sinn Leif Magnus Þá lýsir Ásmundur því að Leif Magnús hafi stefnt að því að klára nám. Þeir frændurnir hafi jafnframt stefnt að því að hittast í Vestmannaeyjum um jólin. „Hann var kokhraustur og ætlaði að taka bílpróf í janúar og kaupa sér Mustang. Leif bar sig vel í símtalinu, en svo brast röddin. Hann var bara barn, blessaður litli frændi minn, óharðnaður og bjó að þyngri reynlsu en barn á að bera. Ég sagði honum ekki frá því að við hinn endann á línunni láku líka tárin mín. Við kvöddumst sem vinir með tárvot augu. Síðasta kveðjan var blaut og köld eins og Leif þegar hann kvaddi þennan heim á leið inn í ljósið á milli trjátoppanna í Mandal.“ Lesa má minningarorð Ásmundar í heild á vef Eyjar.net. Útför Leifs Magnúsar fer fram frá Landakirkju í Vestmannaeyjum á morgun, föstudaginn 10. janúar 2020 klukkan 15. Andlát Slys við Núpá í Sölvadal Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Nafn drengsins sem leitað er við Núpá Drengurinn sem leitað er að í Núpá heitir Leif Magnus Grétarsson Thisland. 13. desember 2019 11:51 Mynduðu kross á Heimakletti til minningar um elsku vin sinn Leif Magnus Það er óhætt að segja að sorg ríki í Vestmannaeyjum eftir að Leif Magnus Grétarsson Thisland fannst látinn í Núpá í Sölvadal þar sem slys varð á miðvikudagskvöld hvar Leif var við vinnu. 13. desember 2019 22:52 Flutti til Íslands eftir harmleik í Noregi Talið er að maðurinn sem fannst látinn í Núpá við Fossgil laust eftir hádegi í dag sé Leif Magnús Grétarsson Thisland. Hundruð manna hafa leitað Leifs Magnúss síðan hann féll í ána á miðvikudagskvöld. 13. desember 2019 18:45 Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Fleiri fréttir Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Sjá meira
Ásmundur Friðriksson þingmaður Sjálfstæðisflokksins minnist frænda síns, Leifs Magnúsar Grétarssonar Thisland, með hlýju í grein sem birtist á vef Eyjar.net í gær. Leif Magnús lést þegar hann féll í Núpá í óveðrinu sem gekk yfir landið um miðjan desember síðastliðinn. Leif Magnús fæddist í Kristiansand í Noregi 22. janúar 2003. Óskar Friðriksson, afi Leifs Magnúsar, er bróðir Ásmundar. Leif Magnús flutti til Vestmannaeyja sumarið 2011, þá átta ára gamall, eftir erfiða æsku í Noregi en móðir hans var myrt af norskum kærasta sínum í mars það ár. Ásmundur hefur minningarorð sín á því að fjalla um harmleikinn sem setti mark sitt á fyrstu æviár Leifs Magnúsar. „Þú varst bara 7 ára þegar þú ráfaðir aleinn í skóginum við Mandal. Heimabæ móður þinnar í Noregi og þú leitaðir hennar. Hún hafði verið tekin frá þér, farin upp til ljóssins sem þú reyndir að finna á milli þéttra trjátoppanna. En það tók þig ekki nema 9 ár að finna ljósið og mömmu þína eftir of stutta lífsgöngu, hrakinn og blautur,“ skrifar Ásmundur. Tárin láku á hinni línunni Þá er Ásmundi tíðrætt um ást Leifs Magnúsar á sveitinni, búskap og vinnuvélum. Hann lýsir því að hann hafi verið sérstaklega stoltur af litla frænda sínum við minnisstætt tilefni; Leif Magnúsi mannalegum að stýra traktor, aðeins fimmtán ára gömlum. „Þú varst bara 15 ára, búinn að kaupa tvo traktora en fáir peyjar á þínum aldri geta stjórnað stærstu traktorum með heytætlur og rúlluvélar í eftirdragi. […] Þú snaraðist út úr bílnum, tókst stórt skrúfjárn og tengdir milli pólana á rafgeyminum og vélin hrökk í gang. Snaraðist fimlega upp stigann, inn í risa traktorinn, kúplaðir heytætlunni inn, settir í gír og vélin æddi af stað. Þú varst mannalegur frændi. Ég horfði hugfanginn á eftir þér, þú hélst í stýrið og leist út um afturrúðuna til að athuga hvort allt væri í lagið og gjóaðir svo augunum til Ása frænda sem var eitt bros. Rosalega vorum við montnir á þessu augnabliki. Ég af þér og þú, náttúrubarn á heimavelli lífs þíns.“ Sjá einnig: Mynduðu kross á Heimakletti til minningar um elsku vin sinn Leif Magnus Þá lýsir Ásmundur því að Leif Magnús hafi stefnt að því að klára nám. Þeir frændurnir hafi jafnframt stefnt að því að hittast í Vestmannaeyjum um jólin. „Hann var kokhraustur og ætlaði að taka bílpróf í janúar og kaupa sér Mustang. Leif bar sig vel í símtalinu, en svo brast röddin. Hann var bara barn, blessaður litli frændi minn, óharðnaður og bjó að þyngri reynlsu en barn á að bera. Ég sagði honum ekki frá því að við hinn endann á línunni láku líka tárin mín. Við kvöddumst sem vinir með tárvot augu. Síðasta kveðjan var blaut og köld eins og Leif þegar hann kvaddi þennan heim á leið inn í ljósið á milli trjátoppanna í Mandal.“ Lesa má minningarorð Ásmundar í heild á vef Eyjar.net. Útför Leifs Magnúsar fer fram frá Landakirkju í Vestmannaeyjum á morgun, föstudaginn 10. janúar 2020 klukkan 15.
Andlát Slys við Núpá í Sölvadal Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Nafn drengsins sem leitað er við Núpá Drengurinn sem leitað er að í Núpá heitir Leif Magnus Grétarsson Thisland. 13. desember 2019 11:51 Mynduðu kross á Heimakletti til minningar um elsku vin sinn Leif Magnus Það er óhætt að segja að sorg ríki í Vestmannaeyjum eftir að Leif Magnus Grétarsson Thisland fannst látinn í Núpá í Sölvadal þar sem slys varð á miðvikudagskvöld hvar Leif var við vinnu. 13. desember 2019 22:52 Flutti til Íslands eftir harmleik í Noregi Talið er að maðurinn sem fannst látinn í Núpá við Fossgil laust eftir hádegi í dag sé Leif Magnús Grétarsson Thisland. Hundruð manna hafa leitað Leifs Magnúss síðan hann féll í ána á miðvikudagskvöld. 13. desember 2019 18:45 Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Fleiri fréttir Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Sjá meira
Nafn drengsins sem leitað er við Núpá Drengurinn sem leitað er að í Núpá heitir Leif Magnus Grétarsson Thisland. 13. desember 2019 11:51
Mynduðu kross á Heimakletti til minningar um elsku vin sinn Leif Magnus Það er óhætt að segja að sorg ríki í Vestmannaeyjum eftir að Leif Magnus Grétarsson Thisland fannst látinn í Núpá í Sölvadal þar sem slys varð á miðvikudagskvöld hvar Leif var við vinnu. 13. desember 2019 22:52
Flutti til Íslands eftir harmleik í Noregi Talið er að maðurinn sem fannst látinn í Núpá við Fossgil laust eftir hádegi í dag sé Leif Magnús Grétarsson Thisland. Hundruð manna hafa leitað Leifs Magnúss síðan hann féll í ána á miðvikudagskvöld. 13. desember 2019 18:45