Innlent

Mynduðu kross á Heimakletti til minningar um elsku vin sinn Leif Magnus

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Sjónin var fögur á Heimakletti í kvöld þótt sorgin sé mikil.
Sjónin var fögur á Heimakletti í kvöld þótt sorgin sé mikil. Tígull/Tói Vidó

Það er óhætt að segja að sorg ríki í Vestmannaeyjum eftir að Leif Magnus Grétarsson Thisland fannst látinn í Núpá í Sölvadal þar sem slys varð á miðvikudagskvöld hvar Leif var við vinnu.

Leif flutti til Vestmannaeyja árið 2011 en föðurfjölskylda hans er Eyjafólk. Þrír vinir Leifs Magnus heiðruðu minningu hans í kvöld. Þeir skokkuðu upp á Heimaklett og kveiktu á kertum sem mynduðu kross til minningar um vin sinn. 

Arnar Gauti Egilsson, Snorri Rúnarsson og Hafþórs Hafsteinsson minnast elsku vinar síns.

„Hvíldu í friði elsku vinur,“ eru skilaboð vinanna þriggja til Leifs Magnus en það er vefmiðillinn Tígull í Eyjum sem greinir frá. 


Tengdar fréttir

Flutti til Íslands eftir harmleik í Noregi

Talið er að maðurinn sem fannst látinn í Núpá við Fossgil laust eftir hádegi í dag sé Leif Magnús Grétarsson Thisland. Hundruð manna hafa leitað Leifs Magnúss síðan hann féll í ána á miðvikudagskvöld.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.