Enski boltinn

BBC segir Young farinn til Inter en Sky segir að United bjóði honum fram­lengingu

Anton Ingi Leifsson skrifar
Verður Young áfram í Manchester?
Verður Young áfram í Manchester? vísir/getty

Ashley Young hefur verið boðinn eins árs framlenging á samningi sínum hjá Manchester United samkvæmt Sky Sports.

BBC greindi frá því í morgun að Young væri farinn til Inter Milan en samningur hans við United rennur út í sumar.

Sky Sports er ekki á sama máli og segir að United hafi boðið honum árs framlengingu en hinn 34 ára gamli Young hefur verið hjá United síðan 2011.







Antonio Conte vill fá Young til Inter og var talið að hann gæti mögulega farið frá félaginu í janúar en nú er þa óvíst.

Conte er sagður mikill aðdáandi United fyrirliðans og reyndi að krækja í hann árið 2017 er hann var með Chelsea.

Young er sagður vera með átján mánuða tilboð í höndunum frá Inter.

Ole Gunnar Solskjær, stjóri Man. United, er ekki sagður vilja missa Young en hann er einn af leiðtogunum í búningsklefanum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×