Enski boltinn

Fyrir­liðinn til Inter Milan

Anton Ingi Leifsson skrifar
Young í leiknum gegn Wolves í enska bikarnum um liðna helgi.
Young í leiknum gegn Wolves í enska bikarnum um liðna helgi. vísir/getty

Ashley Young, fyrirliði Manchester United, er á leið frá félaginu í sumar en hann hefur náð samkomulagi við Inter Milan.

BBC greinir frá þessu á vef sínum í gærkvöldi en samningur Englendingsins við United rennur út í sumar.

Það gæti farið svo að Young yfirgefi United nú í janúar en félögin hafa ekki náð samkomulagi um það. Hjá Inter hittir hann fyrrum samherja sína hjá United, Romelu Lukaku og Alexis Sanches.







Young hefur leikið 261 leiki fyrir United en hann var ekki í leikmannahópnum í deildarbikarnum gegn City í vikunni, líklega vegna skiptanna.

Samningur hans rennur út í sumar og því var honum frjálst að ræða við önnur félög utan Englands. Hann hefur nú náð samningi við ítalska liðið.

Young hefur verið í herbúðum United frá árinu 2011 er hann kom frá Aston Villa og hefur meðal annars unnið ensku úrvalsdeildina, enska bikarinn og deildarbikarinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×