Hætta á smiti geti aukist þegar vín er haft um hönd í veisluhöldum Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 13. ágúst 2020 19:05 Sóttvarnarlæknir ráðleggur fólki að fara varlega í veislum þar sem áfengi er haft um hönd á meðan smit er á dreifingu í samfélaginu. „Það virðist vera útbreitt smit sem er að skjóta upp kollinum hér og þar og er þar að leiðandi erfiðara að eiga við heldur en ein stök hópsýking,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir. Sökum útbreiðslunnar ráðleggur sóttvarnarlæknir fólki að fara varlega þegar áfengi er haft um hönd í veislum. „Við höfum dæmi um það undanfarið að þar sem fólk passar sig ekki og hefur safnast saman að þar geta komið upp smit. Við vitum það bæði héðan og erlendis að þegar fólk fer að hafa vín um hönd þá gleymir það sér og passar sig ekki. Þá eykst hættan margfalt. Þetta höfum við séð hér og fengið fréttir af þessu erlendis frá. Það er á þeim grunni sem við erum að takmarka opnunartíma vínveitingarstaða,“ segir Þórólfur. Karl G. Kristinsson yfirlæknir á sýkla-og veirufræðideild LandspítalansVísir/Baldur Karl G. Kristinsson yfirlæknir á sýkla-og veirufræðideild Landspítalans sagði á upplýsingafundi almannavarna í dag að hluti sýkla- og veirufræðideildar Landspítalans muni í næstu viku flytja tímabundið til Íslenskrar erfðagreiningar til að auka afkastagetu við greiningu sýna. Dagleg afkastageta veirufræðideildar hefur verið um tvö til þrjú þúsund sýni á dag en með flutningnum til íslenskrar erfðagreiningar verður hún um fimm þúsund sýni á dag. „Við getum ekki kannski haldið áfram gera 2000-3000 sýni vegna þess að hluti af okkar starfsmönnum fer í húsnæði Íslenskrar erfðagreiningar. En það væri hægt að auka hana smátt og smátt sé þess óskað. Það mætti þá hugsa sér að heildarafkastageta gæti orðið um 8000 sýni eða meira. Karls segir að Íslensk erfðagreining hafi boðið húsnæði sitt í verkefnið að kostnaðarlausu sem og starfsfólk og segist afar þakklátur fyrir það. Ákveðið öryggi felist í því að hafa starfsemina á tveimur stöðum ef smit kemur upp, líkt og gerðist í vor. „Það kom upp smit á sýklahluta deildarinnar á Barónsstíg í upphafi faraldurins en það kom utanfrá því við gætum afar vel að öllum sóttvörnum. Þá þurfti stór hluti deildarinnar að fara í sóttkví og því er gott að hafa starfsemina á tveimur stöðum ef slíkt gerðist aftur,“ segir Karl. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Holskefla í kortunum Innlent Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Innlent Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Innlent Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Innlent Bílslys í Laugardal Innlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent Fleiri fréttir Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Sjá meira
Sóttvarnarlæknir ráðleggur fólki að fara varlega í veislum þar sem áfengi er haft um hönd á meðan smit er á dreifingu í samfélaginu. „Það virðist vera útbreitt smit sem er að skjóta upp kollinum hér og þar og er þar að leiðandi erfiðara að eiga við heldur en ein stök hópsýking,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir. Sökum útbreiðslunnar ráðleggur sóttvarnarlæknir fólki að fara varlega þegar áfengi er haft um hönd í veislum. „Við höfum dæmi um það undanfarið að þar sem fólk passar sig ekki og hefur safnast saman að þar geta komið upp smit. Við vitum það bæði héðan og erlendis að þegar fólk fer að hafa vín um hönd þá gleymir það sér og passar sig ekki. Þá eykst hættan margfalt. Þetta höfum við séð hér og fengið fréttir af þessu erlendis frá. Það er á þeim grunni sem við erum að takmarka opnunartíma vínveitingarstaða,“ segir Þórólfur. Karl G. Kristinsson yfirlæknir á sýkla-og veirufræðideild LandspítalansVísir/Baldur Karl G. Kristinsson yfirlæknir á sýkla-og veirufræðideild Landspítalans sagði á upplýsingafundi almannavarna í dag að hluti sýkla- og veirufræðideildar Landspítalans muni í næstu viku flytja tímabundið til Íslenskrar erfðagreiningar til að auka afkastagetu við greiningu sýna. Dagleg afkastageta veirufræðideildar hefur verið um tvö til þrjú þúsund sýni á dag en með flutningnum til íslenskrar erfðagreiningar verður hún um fimm þúsund sýni á dag. „Við getum ekki kannski haldið áfram gera 2000-3000 sýni vegna þess að hluti af okkar starfsmönnum fer í húsnæði Íslenskrar erfðagreiningar. En það væri hægt að auka hana smátt og smátt sé þess óskað. Það mætti þá hugsa sér að heildarafkastageta gæti orðið um 8000 sýni eða meira. Karls segir að Íslensk erfðagreining hafi boðið húsnæði sitt í verkefnið að kostnaðarlausu sem og starfsfólk og segist afar þakklátur fyrir það. Ákveðið öryggi felist í því að hafa starfsemina á tveimur stöðum ef smit kemur upp, líkt og gerðist í vor. „Það kom upp smit á sýklahluta deildarinnar á Barónsstíg í upphafi faraldurins en það kom utanfrá því við gætum afar vel að öllum sóttvörnum. Þá þurfti stór hluti deildarinnar að fara í sóttkví og því er gott að hafa starfsemina á tveimur stöðum ef slíkt gerðist aftur,“ segir Karl.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Holskefla í kortunum Innlent Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Innlent Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Innlent Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Innlent Bílslys í Laugardal Innlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent Fleiri fréttir Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Sjá meira