Fótbolti

Kolbeinn lék sinn fyrsta leik í rúman mánuð

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Kolbeinn Sigþórsson er kominn aftur á ferðina eftir meiðsli.
Kolbeinn Sigþórsson er kominn aftur á ferðina eftir meiðsli. getty/Michael Campanella

Kolbeinn Sigþórsson lék sinn fyrsta leik fyrir AIK í rúman mánuð þegar liðið laut í lægra haldi fyrir Östersund á heimavelli, 0-1, í sænsku úrvalsdeildinni í kvöld.

Kolbeinn hefur glímt við meiðsli undanfarnar vikur en er nú klár í slaginn og kom inn á sem varamaður í hálfleik í kvöld. Þetta var fyrsti leikur hans síðan í 1-0 tapi AIK fyrir Göteborg 2. júlí.

AIK hefur gengið illa á tímabilinu og er í 14. sæti deildarinnar með þrettán stig. Liðið hefur ekki unnið leik í mánuð.

Hammarby vann dramatískan sigur á Norrköping, 1-2, á útivelli. Aron Jóhannsson var í byrjunarliði Hammarby sem náði forystunni á 16. mínútu með marki Kalles Björklund.

Lars Gerson jafnaði fyrir Norrköping úr vítaspyrnu á 51. mínútu. Ísak Bergmann Jóhannesson kom inn á sem varamaður í liði Norrköping á 66. mínútu. Ellefu mínútum síðar átti hann skot í slá. Þegar sex mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma skoraði Abdul Khalili sigurmark Hammarby.

Aron lék fyrstu 58 mínúturnar í liði Hammarby sem er í 6. sæti deildarinnar með 23 stig. Eftir frábæra byrjun á tímabilinu hefur Norrköping fatast flugið og ekki unnið í fimm leikjum í röð. Liðið er í 4. sæti deildarinnar með 25 stig.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.