Fótbolti

Wenger á að hafa hafnað Barcelona

Anton Ingi Leifsson skrifar
Arsene Wenger undir kósí-teppi.
Arsene Wenger undir kósí-teppi. vísir/getty

Arsene Wenger er sagður hafa hafnað þjálfarastarfinu hjá Barcelona. Franski miðillinn Le 10 Sport greinir frá.

Wenger yfirgaf Arsenal árið 2018 eftir 22 ára veru á Highbury og Emirates-leikvöngunum og hefur ekki þjálfað síðan.

Hann hefur verið í starfi hjá FIFA en hann er sagður hafa hafnað því að taka við Barcelona-liðinu af Quique Setien.

Barcelona hefur verið í smá vandræðum á þessari leiktíð. Liðið endaði í 2. sæti spænsku deildarinnar og það gekk mikið á.

Wenger á að hafa rætt við forráðamenn Barcelona og sýnt starfinu áhuga en á endanum er hann sagður hafa sagt nei.

Á föstudaginn spilar Barcelona í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar er þeir mæta þýsku meisturnum í Bayern Munchen.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.