Innlent

Gul viðvörun enn í gildi víða

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Gul viðvörun er í gildi á mestu norðanverðu landinu, Vestfjörðum, norðanverðu Snæfellsnesi og Suðausturlandi.
Gul viðvörun er í gildi á mestu norðanverðu landinu, Vestfjörðum, norðanverðu Snæfellsnesi og Suðausturlandi. vedur.is

Gul veðurviðvörun stendur nú enn yfir og gildir hún á mestöllu norðurlandi, Vestfjörðum, sunnanverðu Snæfellsnesi og Suðausturlandi. Vindur er um 13-23 m/s og hviður geta náð allt að 35-40 m/s. Þá er víðast hvar rigning.

Í dag er spáð sunnan- og suðvestanátt og verður hún víða ansi stíf og hviðótt, einkum um landið norðan- og norðvestanvert. Búist er við talsverðri úrkomu á Vesturlandi en annars rignir með köflum í flestum landshlutum í dag. Hiti verður víðast hvar á bilinu 10-15 stig en útilit er fyrir að það verði lengst af þurrt á Austurlandi, bjartviðri og hiti allt að 23 stigum.

Næstu daga er áfram spáð vætu um landið vestanvert en þurru og hlýju á Norðausturlandi. Um miðja næstu viku er útlit fyrir austanátt með kólnandi veðri.


Tengdar fréttir

Gul viðvörun víða á landinu

Veðurstofan hefur gefið út gula viðvörun víða um land, en spáð er miklu hvassviðri í kvöld og í nótt og sums staðar fram á föstudag.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.