Treystir ekki RÚV og segir enga skýrslu vera til Sylvía Hall skrifar 12. ágúst 2020 19:07 Þorsteinn Már Baldvinsson segir Samherja hafa ákveðið að reyna að ná til fólks með þáttunum þar sem fyrirtækið treystir ekki Ríkisútvarpinu. Vísir/Egill Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, segir Verðlagsstofu hafa staðfest fullyrðingar Samherja þess efnis að engin skýrsla hafi verið unnin um karfaútflutning á árunum 2010 og 2011. Verðlagsstofa sendi þó frá sér yfirlýsingu í dag þar sem hún staðfesti að starfsmaður stofnunarinnar hafi tekið saman slíkar upplýsingar og sent úrskurðarnefnd sjómanna og útvegsmanna í byrjun árs 2012. Tveir þeirra sem sátu í úrskurðarnefndinni á þessum tíma hafa staðfest við fréttastofu að þeir hafi fengið sömu gögn og Helgi Seljan á þessum tíma, en umfjöllun Kastljóss í mars 2012 byggði á umræddum gögnum. Sævar Gunnarsson, fyrrverandi formaður Sjómannasambands Íslands, sem sat í úrskurðarnefndinni segir framgöngu Samherja „ómerkilega“ í ljósi þess að gögnin séu til. Að sögn Þorsteins skiptir helstu máli að ekki sé um skýrslu að ræða heldur vinnuskjal. Samherji hafi átt að fá að gera athugasemdir við hana og þá hafi ekki verið tilefni til þess að gera heilan Kastljósþátt um málið á sínum tíma. „Þetta voru örfá tonn af meðafla, oft á tíðum smár karfi. Við hefðum örugglega átt að fá leyfi til þess að hafa okkar skoðun á þessu, en að búa til heilan Kastljóssþátt um þetta mál, eru með stórar fullyrðingar um lögbrot – og við skulum hafa það í huga að þetta er svona 0,1 prósent af aflaverðmæti skipa Samherja, þetta er ekki eitt eða neitt,“ sagði Þorsteinn í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Ósammála því að gögnin séu trúnaðargögn „Ég tel það gríðarlega alvarlegt þegar útvarpsstjóri og fréttastjóri koma með stórkarlalega yfirlýsingu í gær og bera rangar sakir á bæði starfsmenn Samherja og starfsmenn Verðlagsstofu og segja það að skýrslan sé til. Fyrir mér eru þær fullyrðingar ósannar,“ sagði Þorsteinn um svar Ríkisútvarpsins í gær. Hann kallar enn og aftur eftir því að RÚV birti þau gögn sem umfjöllunin var byggð á þar sem þau eru ekki trúnaðargögn. Þó kom skýrt fram í yfirlýsingu Verðlagsstofu í dag að þau gögn sem Verðlagsstofa safnar og vinnur fyrir úrskurðarnefndina eru trúnaðargögn samkvæmt lögum og bæði starfsmenn og nefndarmenn séu bundnir þagnarskyldu varðandi efni þeirra. Þorsteinn segist ekki treysta vinnubrögðum RÚV og segir Samherja aldrei hafa fengið að eiga efnislega umræðu við stofnunina. Þess vegna hafi verið gripið til þess ráðs að ráðast í þáttagerð til þess að greina frá hlið Samherja í málinu, en fyrsti þátturinn birtist í gær. „Við skulum athuga það að það var gerð húsleit hjá okkur og það var mjög alvarlegt mál og við höfum aldrei náð að hafa neina efnislega umræðu við RÚV […] og þess vegna grípum við til þessa ráðs til þess að upplýsa fólk um þetta, vegna þess að við treystum ekki RÚV,“ segir Þorsteinn. Hann vill þó ekki tjá sig um hvenær sé von á næsta þætti. „Það kemur bara í ljós. Þetta er kannski ný nálgun til að nálgast fólk, við vitum það að RÚV er yfirburðarstór fjölmiðill á Íslandi og þetta er kannski leið okkar til að ná til fólks og upplýsa fólk.“ Samherji og Seðlabankinn Samherjaskjölin Fjölmiðlar Tengdar fréttir Fordæmir „lágkúrulegar“ aðgerðir Samherja Blaðamannafélag Íslands hefur fordæmt og lýst furði sinni á tilraunum og aðgerðum útgerðarfélagsins Samherja til þess að gera fréttaflutning af málefnum fyrirtækisins tortryggilegan. 12. ágúst 2020 13:52 Helgi segir ásakanir Samherja um falsanir gagna alrangar Fjölmiðlamaðurinn Helgi Seljan segir að ásakanir sem fram koma í vefþætti Samherja um að hann hafi falsað gögn til þess að styðja við fréttaflutning sinn séu alrangar. 11. ágúst 2020 13:14 Samherjaþátturinn birtur Helgi Seljan fréttamaður er borinn þungur sökum í fyrsta vefþætti Samherja. 11. ágúst 2020 09:31 Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Tvær konur sluppu úr brennandi bíl Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Agnes Johansen er látin Innlent Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Innlent Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp Innlent Fleiri fréttir Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Sjá meira
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, segir Verðlagsstofu hafa staðfest fullyrðingar Samherja þess efnis að engin skýrsla hafi verið unnin um karfaútflutning á árunum 2010 og 2011. Verðlagsstofa sendi þó frá sér yfirlýsingu í dag þar sem hún staðfesti að starfsmaður stofnunarinnar hafi tekið saman slíkar upplýsingar og sent úrskurðarnefnd sjómanna og útvegsmanna í byrjun árs 2012. Tveir þeirra sem sátu í úrskurðarnefndinni á þessum tíma hafa staðfest við fréttastofu að þeir hafi fengið sömu gögn og Helgi Seljan á þessum tíma, en umfjöllun Kastljóss í mars 2012 byggði á umræddum gögnum. Sævar Gunnarsson, fyrrverandi formaður Sjómannasambands Íslands, sem sat í úrskurðarnefndinni segir framgöngu Samherja „ómerkilega“ í ljósi þess að gögnin séu til. Að sögn Þorsteins skiptir helstu máli að ekki sé um skýrslu að ræða heldur vinnuskjal. Samherji hafi átt að fá að gera athugasemdir við hana og þá hafi ekki verið tilefni til þess að gera heilan Kastljósþátt um málið á sínum tíma. „Þetta voru örfá tonn af meðafla, oft á tíðum smár karfi. Við hefðum örugglega átt að fá leyfi til þess að hafa okkar skoðun á þessu, en að búa til heilan Kastljóssþátt um þetta mál, eru með stórar fullyrðingar um lögbrot – og við skulum hafa það í huga að þetta er svona 0,1 prósent af aflaverðmæti skipa Samherja, þetta er ekki eitt eða neitt,“ sagði Þorsteinn í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Ósammála því að gögnin séu trúnaðargögn „Ég tel það gríðarlega alvarlegt þegar útvarpsstjóri og fréttastjóri koma með stórkarlalega yfirlýsingu í gær og bera rangar sakir á bæði starfsmenn Samherja og starfsmenn Verðlagsstofu og segja það að skýrslan sé til. Fyrir mér eru þær fullyrðingar ósannar,“ sagði Þorsteinn um svar Ríkisútvarpsins í gær. Hann kallar enn og aftur eftir því að RÚV birti þau gögn sem umfjöllunin var byggð á þar sem þau eru ekki trúnaðargögn. Þó kom skýrt fram í yfirlýsingu Verðlagsstofu í dag að þau gögn sem Verðlagsstofa safnar og vinnur fyrir úrskurðarnefndina eru trúnaðargögn samkvæmt lögum og bæði starfsmenn og nefndarmenn séu bundnir þagnarskyldu varðandi efni þeirra. Þorsteinn segist ekki treysta vinnubrögðum RÚV og segir Samherja aldrei hafa fengið að eiga efnislega umræðu við stofnunina. Þess vegna hafi verið gripið til þess ráðs að ráðast í þáttagerð til þess að greina frá hlið Samherja í málinu, en fyrsti þátturinn birtist í gær. „Við skulum athuga það að það var gerð húsleit hjá okkur og það var mjög alvarlegt mál og við höfum aldrei náð að hafa neina efnislega umræðu við RÚV […] og þess vegna grípum við til þessa ráðs til þess að upplýsa fólk um þetta, vegna þess að við treystum ekki RÚV,“ segir Þorsteinn. Hann vill þó ekki tjá sig um hvenær sé von á næsta þætti. „Það kemur bara í ljós. Þetta er kannski ný nálgun til að nálgast fólk, við vitum það að RÚV er yfirburðarstór fjölmiðill á Íslandi og þetta er kannski leið okkar til að ná til fólks og upplýsa fólk.“
Samherji og Seðlabankinn Samherjaskjölin Fjölmiðlar Tengdar fréttir Fordæmir „lágkúrulegar“ aðgerðir Samherja Blaðamannafélag Íslands hefur fordæmt og lýst furði sinni á tilraunum og aðgerðum útgerðarfélagsins Samherja til þess að gera fréttaflutning af málefnum fyrirtækisins tortryggilegan. 12. ágúst 2020 13:52 Helgi segir ásakanir Samherja um falsanir gagna alrangar Fjölmiðlamaðurinn Helgi Seljan segir að ásakanir sem fram koma í vefþætti Samherja um að hann hafi falsað gögn til þess að styðja við fréttaflutning sinn séu alrangar. 11. ágúst 2020 13:14 Samherjaþátturinn birtur Helgi Seljan fréttamaður er borinn þungur sökum í fyrsta vefþætti Samherja. 11. ágúst 2020 09:31 Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Tvær konur sluppu úr brennandi bíl Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Agnes Johansen er látin Innlent Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Innlent Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp Innlent Fleiri fréttir Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Sjá meira
Fordæmir „lágkúrulegar“ aðgerðir Samherja Blaðamannafélag Íslands hefur fordæmt og lýst furði sinni á tilraunum og aðgerðum útgerðarfélagsins Samherja til þess að gera fréttaflutning af málefnum fyrirtækisins tortryggilegan. 12. ágúst 2020 13:52
Helgi segir ásakanir Samherja um falsanir gagna alrangar Fjölmiðlamaðurinn Helgi Seljan segir að ásakanir sem fram koma í vefþætti Samherja um að hann hafi falsað gögn til þess að styðja við fréttaflutning sinn séu alrangar. 11. ágúst 2020 13:14
Samherjaþátturinn birtur Helgi Seljan fréttamaður er borinn þungur sökum í fyrsta vefþætti Samherja. 11. ágúst 2020 09:31