Fordæmir „lágkúrulegar“ aðgerðir Samherja Atli Ísleifsson skrifar 12. ágúst 2020 13:52 Hjálmar Jónsson er formaður Blaðamannafélags Íslands Vísir/Vilhelm Blaðamannafélag Íslands hefur fordæmt og lýst furði sinni á tilraunum og aðgerðum útgerðarfélagsins Samherja til þess að gera fréttaflutning af málefnum fyrirtækisins tortryggilegan. Ekki sé hægt að lýsa aðferðum Samherja á annan hátt sem sem „lágkúru“ þar sem vegið sé að trúverðugleika íslenskra fjölmiðla og fjölmiðlamanna. Þetta kemur fram ályktun Blaðamannafélagsins sem samþykkt var á fundi stjórnar félagsins í dag. Tilefni ályktunarinnar er myndband útgerðarfélagsins á YouTube sem birt var í gær – Skýrslan sem aldrei var gerð. Er Helgi Seljan fréttamaður og Ríkisútvarpið þar sökuð um að hafa falsað gögn við gerð Kastljóssþáttar í mars 2012 þar sem fyrirtækið var sakað um selja dótturfélagi sínu í Þýskalandi karfa á undirvirði og þannig brotið gjaldeyrislög. Ríkisútvarpið stendur við umfjöllunina og hefur gefið út að skýrslan sem vísað er til í umfjölluninni í Kastljósi 2012 sé til. Í ályktun BÍ segir að aðferðir Samherja séu ekki sæmandi fyrirtækinu og því mikilvæga hlutverki sem það gegni í íslensku atvinnulífi – hlutverk sem því hefur verið falið af lýðræðislegum stofnunum samfélagsins. Sætti sig við gagnrýna umræðu Ennfremur segir að líkt og eigi við um önnur stórfyrirtæki þurfi Samherji að sætta sig við gagnrýna umræðu að það aðhald sem fjölmiðlum er skylt að veita í málefnum sem varða almenning miklu. „Það mál sem hér er til umræðu er átta ára gamalt og hafa ber hugfast að íslenskar stjórnvaldsstofnanir töldu tilefni til að taka fyrirtækið til rannsóknar. Fjölmiðlum er að sjálfsögðu skylt að fjalla um það og á þeim tíma sem liðinn er síðan hefur fyrirtækið og forsvarsmenn þess haft óteljandi möguleika á að koma sjónarmiðum sínum á framfæri eða grípa til annarra ráða sem þeim eru tiltæk að lögum. Það hefur ekki verið gert þar til nú og þá er það gert með aðferðum sem eru, illu heilli, fordæmalausar í íslensku samfélagi og miða að því að fæla fjölmiðla frá því að fjalla um mál sem augljóst erindi eiga til almennings.“ Að neðan má sjá ályktunina í heild sinni. Stjórn Blaðamannafélags Íslands lýsir furðu sinni á tilraunum útgerðarfélagsins Samherja til þess að gera fréttaflutning af málefnum fyrirtækisins tortryggilegan og fordæmir þær aðferðir sem beitt er til þess. Þær aðferðir eru ekki sæmandi fyrirtækinu og því mikilvæga hlutverki sem það gegnir í íslensku atvinnulífi, hlutverk sem því hefur verið falið af lýðræðislegum stofnunum samfélagsins. Það er einmitt það hlutverk sem gerir ítarlega og gagnrýna umfjöllun um starfsemi þess algerlega nauðsynlega. Fyrirtækið ætti að fagna allri umfjöllun um starfsemi sína og þeim tækifærum sem það gefur til að útskýra þau sjónarmið sem liggja starfseminni til grundvallar, en ekki að bregðast við með aðferðum sem ekki er hægt að lýsa öðru vísi en sem lágkúru, þar sem vegið er að trúverðugleika íslenskra fjölmiðla og fjölmiðlamanna. Samherji, eins og önnur stórfyrirtæki, eða aðrir sem fara með mikilvægt samfélagsvald, þurfa að sætta sig við gagnrýna umræðu og það aðhald sem fjölmiðlum er skylt að veita í málefnum sem varða allan almenning miklu. Það mál sem hér er til umræðu er átta ára gamalt og hafa ber hugfast að íslenskar stjórnvaldsstofnanir töldu tilefni til að taka fyrirtækið til rannsóknar. Fjölmiðlum er að sjálfsögðu skylt að fjalla um það og á þeim tíma sem liðinn er síðan hefur fyrirtækið og forsvarsmenn þess haft óteljandi möguleika á að koma sjónarmiðum sínum á framfæri eða grípa til annarra ráða sem þeim eru tiltæk að lögum. Það hefur ekki verið gert þar til nú og þá er það gert með aðferðum sem eru, illu heilli, fordæmalausar í íslensku samfélagi og miða að því að fæla fjölmiðla frá því að fjalla um mál sem augljóst erindi eiga til almennings. Það er ekki nýtt að fjársterkir einstaklingar og fyrirtæki kveinki sér undan umfjöllun íslenskra fjölmiðla og telji sig ekki þurfa að búa við það aðhald sem frjáls og opin umræða veitir í lýðræðissamfélagi nútímans. Hefðbundnir fjölmiðlar eru hryggjarstykkið í lýðræðislegri umræðu og þegar vegið er að þeim með órökstuddum dylgjum er vegið að tjáningarfrelsinu sjálfu. Stjórn BÍ hvetur alla blaðamenn til að standa þétt saman um grundvallargildi faglegrar fjölmiðlunar og hvika hvergi í þeim efnum. Samherji og Seðlabankinn Fjölmiðlar Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Erlent Fleiri fréttir Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Sjá meira
Blaðamannafélag Íslands hefur fordæmt og lýst furði sinni á tilraunum og aðgerðum útgerðarfélagsins Samherja til þess að gera fréttaflutning af málefnum fyrirtækisins tortryggilegan. Ekki sé hægt að lýsa aðferðum Samherja á annan hátt sem sem „lágkúru“ þar sem vegið sé að trúverðugleika íslenskra fjölmiðla og fjölmiðlamanna. Þetta kemur fram ályktun Blaðamannafélagsins sem samþykkt var á fundi stjórnar félagsins í dag. Tilefni ályktunarinnar er myndband útgerðarfélagsins á YouTube sem birt var í gær – Skýrslan sem aldrei var gerð. Er Helgi Seljan fréttamaður og Ríkisútvarpið þar sökuð um að hafa falsað gögn við gerð Kastljóssþáttar í mars 2012 þar sem fyrirtækið var sakað um selja dótturfélagi sínu í Þýskalandi karfa á undirvirði og þannig brotið gjaldeyrislög. Ríkisútvarpið stendur við umfjöllunina og hefur gefið út að skýrslan sem vísað er til í umfjölluninni í Kastljósi 2012 sé til. Í ályktun BÍ segir að aðferðir Samherja séu ekki sæmandi fyrirtækinu og því mikilvæga hlutverki sem það gegni í íslensku atvinnulífi – hlutverk sem því hefur verið falið af lýðræðislegum stofnunum samfélagsins. Sætti sig við gagnrýna umræðu Ennfremur segir að líkt og eigi við um önnur stórfyrirtæki þurfi Samherji að sætta sig við gagnrýna umræðu að það aðhald sem fjölmiðlum er skylt að veita í málefnum sem varða almenning miklu. „Það mál sem hér er til umræðu er átta ára gamalt og hafa ber hugfast að íslenskar stjórnvaldsstofnanir töldu tilefni til að taka fyrirtækið til rannsóknar. Fjölmiðlum er að sjálfsögðu skylt að fjalla um það og á þeim tíma sem liðinn er síðan hefur fyrirtækið og forsvarsmenn þess haft óteljandi möguleika á að koma sjónarmiðum sínum á framfæri eða grípa til annarra ráða sem þeim eru tiltæk að lögum. Það hefur ekki verið gert þar til nú og þá er það gert með aðferðum sem eru, illu heilli, fordæmalausar í íslensku samfélagi og miða að því að fæla fjölmiðla frá því að fjalla um mál sem augljóst erindi eiga til almennings.“ Að neðan má sjá ályktunina í heild sinni. Stjórn Blaðamannafélags Íslands lýsir furðu sinni á tilraunum útgerðarfélagsins Samherja til þess að gera fréttaflutning af málefnum fyrirtækisins tortryggilegan og fordæmir þær aðferðir sem beitt er til þess. Þær aðferðir eru ekki sæmandi fyrirtækinu og því mikilvæga hlutverki sem það gegnir í íslensku atvinnulífi, hlutverk sem því hefur verið falið af lýðræðislegum stofnunum samfélagsins. Það er einmitt það hlutverk sem gerir ítarlega og gagnrýna umfjöllun um starfsemi þess algerlega nauðsynlega. Fyrirtækið ætti að fagna allri umfjöllun um starfsemi sína og þeim tækifærum sem það gefur til að útskýra þau sjónarmið sem liggja starfseminni til grundvallar, en ekki að bregðast við með aðferðum sem ekki er hægt að lýsa öðru vísi en sem lágkúru, þar sem vegið er að trúverðugleika íslenskra fjölmiðla og fjölmiðlamanna. Samherji, eins og önnur stórfyrirtæki, eða aðrir sem fara með mikilvægt samfélagsvald, þurfa að sætta sig við gagnrýna umræðu og það aðhald sem fjölmiðlum er skylt að veita í málefnum sem varða allan almenning miklu. Það mál sem hér er til umræðu er átta ára gamalt og hafa ber hugfast að íslenskar stjórnvaldsstofnanir töldu tilefni til að taka fyrirtækið til rannsóknar. Fjölmiðlum er að sjálfsögðu skylt að fjalla um það og á þeim tíma sem liðinn er síðan hefur fyrirtækið og forsvarsmenn þess haft óteljandi möguleika á að koma sjónarmiðum sínum á framfæri eða grípa til annarra ráða sem þeim eru tiltæk að lögum. Það hefur ekki verið gert þar til nú og þá er það gert með aðferðum sem eru, illu heilli, fordæmalausar í íslensku samfélagi og miða að því að fæla fjölmiðla frá því að fjalla um mál sem augljóst erindi eiga til almennings. Það er ekki nýtt að fjársterkir einstaklingar og fyrirtæki kveinki sér undan umfjöllun íslenskra fjölmiðla og telji sig ekki þurfa að búa við það aðhald sem frjáls og opin umræða veitir í lýðræðissamfélagi nútímans. Hefðbundnir fjölmiðlar eru hryggjarstykkið í lýðræðislegri umræðu og þegar vegið er að þeim með órökstuddum dylgjum er vegið að tjáningarfrelsinu sjálfu. Stjórn BÍ hvetur alla blaðamenn til að standa þétt saman um grundvallargildi faglegrar fjölmiðlunar og hvika hvergi í þeim efnum.
Samherji og Seðlabankinn Fjölmiðlar Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Erlent Fleiri fréttir Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Sjá meira