Fótbolti

Allir leikmenn Valencia nema einn settir á sölulista

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
José Luis Gaya er eini leikmaður Valencia sem er ekki til sölu.
José Luis Gaya er eini leikmaður Valencia sem er ekki til sölu. getty/David S. Bustamante

Valencia hefur sett alla nema einn í leikmannahópi liðsins á sölulista. Félagið á í miklum fjárhagserfiðleikum og þarf að selja leikmenn til að halda sjó.

Valencia hefur þegar selt Ferran Torres til Manchester City og fyrirliðann Dani Parejo og Frances Coquelin til Villarreal.

Fleiri leikmenn eru væntanlega á útleið en allir í leikmannahópi liðsins eru til sölu, nema vinstri bakvörðurinn José Luis Gaya.

Kórónuveirufaraldurinn kom sérstaklega illa við Valencia og þá verður liðið ekki með í Evrópukeppni á næsta tímabili með tilheyrandi tekjutapi.

Javi Gracia var ráðinn knattspyrnustjóri Valencia í lok síðasta mánaðar og óhætt er að hann fái krefjandi verkefni upp í hendurnar.

Valencia endaði í 9. sæti spænsku úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili og féll úr leik fyrir Atalanta í sextán liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu, 8-4 samanlagt.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.