Fótbolti

Myndi elska að spila fyrir Klopp en litlar líkur á að skiptin gangi í gegn

Anton Ingi Leifsson skrifar
Thiago fær ekki að spila undir stjórn Klopp, að minnsta kosti ekki á næstu leiktíð, er allt útlit fyrir.
Thiago fær ekki að spila undir stjórn Klopp, að minnsta kosti ekki á næstu leiktíð, er allt útlit fyrir. vísir/getty

Thiago Alcantara, miðjumaður Bayern Munchen, dreymir um að spila fyrir Jurgen Klopp hjá Liverpool en nú er ólíklegt að af skiptunum verði.

Samkvæmt heimildum Sky Sports er Thiago ekki sáttur við að skiptin til Liverpool hafi fallið upp fyrir en Liverpool er með marga miðjumenn á sínum snærum.

Jordan Henderson, Fabinho, Naby Keita, Georginio Wijnaldum, James Milner, Alex Oxlade-Chamberlain og Curtis Jones geta allir leyst miðjustöðurnar svo ólíklegt er að Klopp kaupi nýjan miðjumann.

Thiago á eitt ár eftir af samningi sínum hjá Bayern og voru þýsku meistararnir reiðubúnir að selja hann í sumar, svo þeir myndu ekki missa hann frítt næsta sumar.

Bayern vill fá 30 milljónir punda fyrir Spánverjann en það er allt útlit fyrir að Thiago þurfi að horfa annað en til Liverpool-borgar.

Thiago er ansi sigursæll leikmaður. Hann hefur unnið sjö deildartitla með Bayern og vann þar á undan tvo með Bayern.

Liverpool hefur nú þegar keypt einn leikmann. Kostas Tsimikas gekk í raðir liðsins í byrjun vikunnar en hann er vinstri bakvörður sem kemur frá Olympiakos.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.