Innlent

María Fjóla nýr forstjóri Hrafnistu

Sylvía Hall skrifar
María Fjóla hefur hingað til starfað sem framkvæmdastjóri heilbrigðissviðs Hrafnistu. 
María Fjóla hefur hingað til starfað sem framkvæmdastjóri heilbrigðissviðs Hrafnistu.  Hrafnista/Aðsend

Hjúkrunarfræðingurinn María Fjóla Harðardóttir var í dag ráðin forstjóri Hrafnistuheimilanna frá og með 1. september næstkomandi. María Fjóla er sjötti forstjóri Hrafnistu og jafnframt fyrsta konan til þess að gegna starfinu.

Undanfarna mánuði hefur María Fjóla sinnt starfi forstjóra ásamt Sigurði Garðarssyni framkvæmdastjóra Sjómannadagsráðs en hún er einnig framkvæmdastjóri heilbrigðissviðs Hrafnistu.

María Fjóla tekur við starfinu af Pétri Magnússyni sem stýrði Hrafnistuheimilunum í tólf ár. Pétur tók við starfi forstjóra Reykjalundar þann 1. júní síðastliðinn. 

Hrafnista rekur í dag átta hjúkrunarheimili í fimm sveitafélögum. Hrafnista er önnur stærsta heilbrigðisstofnun landsins þegar litið er til fjölda íbúa, þjónustuþega og starfsfólks að því er fram kemur í fréttatilkynningu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×