Fótbolti

Sveinn Aron og félagar færast nær ítölsku úrvalsdeildinni

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Sveinn Aron Guðjohnsen gæti leikið í ítölsku úrvalsdeildinni á næsta tímabili.
Sveinn Aron Guðjohnsen gæti leikið í ítölsku úrvalsdeildinni á næsta tímabili. vísir/getty

Sveinn Aron Guðjohnsen og félagar í Spezia eru komnir í úrslitarimmu um sæti í ítölsku úrvalsdeildinni eftir sigur á Chievo í kvöld, 3-1. Sveinn Aron sat allan tímann á varamannabekknum.

Spezia tapaði fyrri leiknum gegn Chievo, 2-0, og einvígið fór því 3-3. En Spezia fór áfram þar sem liðið endaði ofar í deildinni en Chievo. Spezia var í 3. sæti en Chievo í því sjötta.

Í úrslitaeinvíginu um sæti í ítölsku úrvalsdeildinni mætir Spezia annað hvort Frosinone eða Pordenone. Seinni leikur þeirra fer fram annað kvöld. Pordenone er með 2-0 forystu eftir fyrri leikinn.

Úrslitaleikirnir um sæti í ítölsku úrvalsdeildinni fara fram 16. og 20. ágúst. Ljóst er að seinni leikurinn verður á heimavelli Spezia.

Sveinn Aron gekk í raðir Spezia frá Breiðabliki fyrir tveimur árum. Hann hefur leikið sextán leiki og skorað þrjú mörk á þessu tímabili. Samningur Sveins Arons við Spezia gildir til 2022.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.