Innlent

Ístak með lægra boðið í breikkun á Kjalarnesi

Kristján Már Unnarsson skrifar
Fyrsti kaflinn sem verður breikkaður í 2+1 veg er fjögurra kílómetra langur milli Varmhóla og Vallár.
Fyrsti kaflinn sem verður breikkaður í 2+1 veg er fjögurra kílómetra langur milli Varmhóla og Vallár. Stöð 2/Skjáskot.

Aðeins tvö tilboð bárust í breikkun Vesturlandsvegar um Kjalarnes en þau voru opnuð hjá Vegagerðinni í dag. Lægra boðið, upp á 2.305 milljónir króna, átti Ístak, og var það fjórum prósentum yfir kostnaðaráætlun upp á 2.226 milljónir króna. Frá þessu var greint í fréttum Stöðvar 2.

Hitt tilboðið var sameiginlegt boð Suðurverks og Loftorku, upp á 2.587 milljónir króna, eða sextán prósentum yfir kostnaðaráætlun.

Í þessum fyrsta áfanga á að breikka fjögurra kílómetra kafla frá Varmhólum að Vallá í 2+1 veg með aðskildum akbrautum. Jafnframt á að gera hringtorg við Móa og tvenn undirgöng, við Varmhóla og Saltvík, en einnig hliðarvegi, áningarstað og stíga.

Verkið var boðið út á evrópska efnahagssvæðinu og er samstarfsverkefni Vegagerðarinnar, Reykjavíkurborgar, Veitna og Gagnaveitu Reykjavíkur. Því skal að fullu lokið vorið 2023.

Hér má sjá frétt Stöðvar 2:


Tengdar fréttir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×