Breikkun Vesturlandsvegar um Kjalarnes boðin út í næstu viku Kristján Már Unnarsson skrifar 1. júlí 2020 23:04 Fyrsti kaflinn sem boðinn verður út liggur milli Varmhóla og Vallár við Grundarhverfi. Stöð 2/Skjáskot. Fyrsti áfanginn í breikkun Vesturlandsvegar um Kjalarnes verður boðinn út í næstu viku. Miðað er við að framkvæmdir hefjist síðsumars og að verkinu í heild verði lokið eftir þrjú ár. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Þjóðvegurinn um Kjalarnes hefur verið markaður alvarlegum umferðarslysum og hafði Vegagerðin vonast til að hefja endurbætur í fyrrasumar. Skipulagsstofnun greip þá í taumana og úrskurðaði að breikkun vegarins skyldi fara í umhverfismat en bæði Vegagerðin og sveitarfélög á Vesturlandi kærðu þann úrskurð. Þótt úrskurður Skipulagsstofnunar hafi í vor verið lýstur ógildur vegna formgalla fór umhverfismatið engu að síður fram og hefur stofnunin núna lýst áliti sínu á framkvæmdinni. Þar segir Skipulagsstofnun að svo umfangsmikil uppbygging vegamannvirkja muni hafa talsvert neikvæð áhrif á landslag og ásýnd. Mikið rask verði á gróðri en stofnunin tekur fram að það sé einkum á gróðurlendi sem mótað sé af mannavöldum og hafi ekki mikið verndargildi. Líkur aukist á því að keyrt verði á fugla þar sem aukning verði á hraða og umferð. Þá muni búsvæði fugla tapast vegna nýrra hliðarvega og framkvæmdirnar muni raska fornleifum. Skipulagsstofnun viðurkennir þó að þær muni hafa jákvæð áhrif á umferðaröryggi. Varmhólar, þar sem byrjað verður að breikka veginn, sjást ofarlega til vinstri.Stöð 2/Skjáskot. Núna þegar umhverfismatið er að baki er Vegagerðinni ekkert að vanbúnaði að hefjast handa og verður fyrsti áfanginn, kafli frá Varmhólum að Vallá, boðinn út á mánudag, og tilboð opnuð 11. ágúst. Næsti áfangi, frá Vallá að Hvalfjarðarvegi, á svo að fara í útboð í haust, samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni. Alls á að breikka Vesturlandsveg á níu kílómetra kafla í 2+1 veg með aðskildum akreinum. Þrjú hringtorg verða á leiðinni; við Móa, Grundarhverfi og Hvalfjarðarveg. Samhliða breikkuninni verður vegtengingum fækkað með gerð hliðarvega upp á tæpa tólf kílómetra. Verklok eru áætluð vorið 2023. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Samgöngur Umferðaröryggi Umhverfismál Skipulag Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Sjá meira
Fyrsti áfanginn í breikkun Vesturlandsvegar um Kjalarnes verður boðinn út í næstu viku. Miðað er við að framkvæmdir hefjist síðsumars og að verkinu í heild verði lokið eftir þrjú ár. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Þjóðvegurinn um Kjalarnes hefur verið markaður alvarlegum umferðarslysum og hafði Vegagerðin vonast til að hefja endurbætur í fyrrasumar. Skipulagsstofnun greip þá í taumana og úrskurðaði að breikkun vegarins skyldi fara í umhverfismat en bæði Vegagerðin og sveitarfélög á Vesturlandi kærðu þann úrskurð. Þótt úrskurður Skipulagsstofnunar hafi í vor verið lýstur ógildur vegna formgalla fór umhverfismatið engu að síður fram og hefur stofnunin núna lýst áliti sínu á framkvæmdinni. Þar segir Skipulagsstofnun að svo umfangsmikil uppbygging vegamannvirkja muni hafa talsvert neikvæð áhrif á landslag og ásýnd. Mikið rask verði á gróðri en stofnunin tekur fram að það sé einkum á gróðurlendi sem mótað sé af mannavöldum og hafi ekki mikið verndargildi. Líkur aukist á því að keyrt verði á fugla þar sem aukning verði á hraða og umferð. Þá muni búsvæði fugla tapast vegna nýrra hliðarvega og framkvæmdirnar muni raska fornleifum. Skipulagsstofnun viðurkennir þó að þær muni hafa jákvæð áhrif á umferðaröryggi. Varmhólar, þar sem byrjað verður að breikka veginn, sjást ofarlega til vinstri.Stöð 2/Skjáskot. Núna þegar umhverfismatið er að baki er Vegagerðinni ekkert að vanbúnaði að hefjast handa og verður fyrsti áfanginn, kafli frá Varmhólum að Vallá, boðinn út á mánudag, og tilboð opnuð 11. ágúst. Næsti áfangi, frá Vallá að Hvalfjarðarvegi, á svo að fara í útboð í haust, samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni. Alls á að breikka Vesturlandsveg á níu kílómetra kafla í 2+1 veg með aðskildum akreinum. Þrjú hringtorg verða á leiðinni; við Móa, Grundarhverfi og Hvalfjarðarveg. Samhliða breikkuninni verður vegtengingum fækkað með gerð hliðarvega upp á tæpa tólf kílómetra. Verklok eru áætluð vorið 2023. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Samgöngur Umferðaröryggi Umhverfismál Skipulag Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Sjá meira