„Þarf að hugsa þessar stuðningsaðgerðir við atvinnulífið upp á nýtt“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 11. ágúst 2020 20:00 Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Skilyrði fyrir brúarlánum eru of flókin og bankarnir ragir við að veita slík lán að mati framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda. Hann telur að stjórnvöld verði að endurskoða þær efnahagsaðgerðir sem gripið hefur verið til sem allra fyrst. Aðgerðirnar verið að hugsa upp á nýtt í ljósi þróunar faraldursins. Stjórnvöld kynntu margvíslegar efnahagsaðgerðir í vor til að stemma stigu við áhrifum kórónuveirufaraldursins. „Í ljósi þess hvernig þessi faraldur er að þróast þá þarf að hugsa þessar stuðningsaðgerðir við atvinnulífið upp á nýtt,“ segir Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Enginn fengið brúarlán Á meðal aðgerða sem kynntar voru til sögunnar eru svokölluð brúarlán með ríkisábyrgð. Fram kom í fréttum Rúv í gær að enn hafi ekkert fyrirtæki fengið slíkt lán, þrátt fyrir að úrræðið hafi staðið til boða í þrjá mánuði. „Brúarlánin eru klárlega með í fyrsta lagi of flóknum skilyrðum og fyrirtækin eru treg að taka á sig þær kvaðir sem þeim fylgja, þar að auki eru þau bara að hluta til með ríkisábyrgð og okkur sýnist að bankarnir séu einfaldlega ekki tilbúnir að taka á sig áhættu sem að getur fylgt veitingu brúarlánanna og eru fyrir vikið ekkert að halda þeim að viðskiptavinum, “ segir Ólafur. Aðrar aðgerðir hafi margar reynst vel. „Alveg sérstaklega hlutabótaleiðin, stuðningur við launagreiðslur á uppsagnafresti og líka stuðningur við launagreiðslur til fólks í sóttkví, þær hafa stuðlað að því að það sé hægt að viðhalda nauðsynlegum smitvörnum og svo framvegis. Stuðningslánin sýnist mér líka að séu að nýtast fyrirtækjunum,“ nefnir hann sem dæmi. Færri sótt um lokunarstyrk en eiga rétt til Samkvæmt upplýsingum frá Skattinum höfðu 546 sótt um svokallaða lokunarstyrki þann 5. ágúst, samtals að andvirði rúmlega 556 milljóna. Þar af höfðu verið afgreiddar 472 umsóknir um lokunarstyrki upp á tæpar 436 milljónir. Frá 5. ágúst hafa borist um 20 umsóknir til viðbótar sem að mestu eru óafgreiddar en umsóknarfrestur rennur út 1. september. Þegar úrræðið var kynnt var gert ráð fyrir að um tvö þúsund fyrirtæki ættu rétt á slíkum styrkjum og kostnaður ríkissjóðs vegna þeirra áætlaður allt að tveir og hálfur milljarður að því er segir í greinargerð með frumvarpinu. „Það getur þá bent til þess að skilyrðin séu mögulega of hörð. Það hefur líka komið okkur mjög á óvart að fyrirtæki sem að við teljum að uppfylli öll skilyrði fyrir því að fá lokunarstyrk hafa bara fengið nei frá skattinum. Við teljum að það sé of þröng túlkun á lögunum en það getur þá líka verið til í dæminu að það þurfi að skýra löggjöfina þannig að þetta sé á hreinu,“ segir Ólafur. Þurfi að endurskoða aðgerðir „sem allra fyrst“ Félagið hyggst gera könnun meðal aðildarfyrirtækja um reynslu þeirra af þeim úrræðum sem hafa verið í boði. Ólafur segir að aðgerðirnar hafi í upphafi miðað að því að bregðast við skammtímaáhrifum, nú sé ljóst að áhrifin vari um lengri tíma. „Það er tvennt sem ég held að sé mikilvægt núna á þessum tímapunkti. Annars vegar þá miða þær aðgerðir sem að hefur verið ráðist í dálítið við það að þetta hafi verið kúfur í vor. Nú blasir eiginlega við að við erum að sigla inn í ástand þar sem við erum að búa við höft og efnahagsörðuleika vegna þessarar veiru um lengri tíma,“ segir Ólafur. „Það þarf þá að endurskoða allar þessar aðgerðir, skoða hvað hefur nýst vel og hvað er að virka, hvar þarf mögulega að breyta tímamörkum, rýmka skilyrði og annað slíkt.“ „Hins vegar þarf það alveg að vera á hreinu hver réttarstaða fyrirtækjanna er, ekki síst til þess að þau séu viljug að vera í liði með sóttvarnayfirvöldum og grípa til þeirra aðgerða sem þarf til að tryggja sóttvarnir, jafnvel þó það geti komið niður árekstrinum,“ bætir Ólafur við. „Þetta þarf að fara að gerast sem allra fyrst, að stjórnvöld kveði upp úr með það hvort og þá hvernig á að koma til móts við fyrirtækin núna í þessari bylgju faraldursins.“ Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Erlent Fleiri fréttir „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Sjá meira
Skilyrði fyrir brúarlánum eru of flókin og bankarnir ragir við að veita slík lán að mati framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda. Hann telur að stjórnvöld verði að endurskoða þær efnahagsaðgerðir sem gripið hefur verið til sem allra fyrst. Aðgerðirnar verið að hugsa upp á nýtt í ljósi þróunar faraldursins. Stjórnvöld kynntu margvíslegar efnahagsaðgerðir í vor til að stemma stigu við áhrifum kórónuveirufaraldursins. „Í ljósi þess hvernig þessi faraldur er að þróast þá þarf að hugsa þessar stuðningsaðgerðir við atvinnulífið upp á nýtt,“ segir Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Enginn fengið brúarlán Á meðal aðgerða sem kynntar voru til sögunnar eru svokölluð brúarlán með ríkisábyrgð. Fram kom í fréttum Rúv í gær að enn hafi ekkert fyrirtæki fengið slíkt lán, þrátt fyrir að úrræðið hafi staðið til boða í þrjá mánuði. „Brúarlánin eru klárlega með í fyrsta lagi of flóknum skilyrðum og fyrirtækin eru treg að taka á sig þær kvaðir sem þeim fylgja, þar að auki eru þau bara að hluta til með ríkisábyrgð og okkur sýnist að bankarnir séu einfaldlega ekki tilbúnir að taka á sig áhættu sem að getur fylgt veitingu brúarlánanna og eru fyrir vikið ekkert að halda þeim að viðskiptavinum, “ segir Ólafur. Aðrar aðgerðir hafi margar reynst vel. „Alveg sérstaklega hlutabótaleiðin, stuðningur við launagreiðslur á uppsagnafresti og líka stuðningur við launagreiðslur til fólks í sóttkví, þær hafa stuðlað að því að það sé hægt að viðhalda nauðsynlegum smitvörnum og svo framvegis. Stuðningslánin sýnist mér líka að séu að nýtast fyrirtækjunum,“ nefnir hann sem dæmi. Færri sótt um lokunarstyrk en eiga rétt til Samkvæmt upplýsingum frá Skattinum höfðu 546 sótt um svokallaða lokunarstyrki þann 5. ágúst, samtals að andvirði rúmlega 556 milljóna. Þar af höfðu verið afgreiddar 472 umsóknir um lokunarstyrki upp á tæpar 436 milljónir. Frá 5. ágúst hafa borist um 20 umsóknir til viðbótar sem að mestu eru óafgreiddar en umsóknarfrestur rennur út 1. september. Þegar úrræðið var kynnt var gert ráð fyrir að um tvö þúsund fyrirtæki ættu rétt á slíkum styrkjum og kostnaður ríkissjóðs vegna þeirra áætlaður allt að tveir og hálfur milljarður að því er segir í greinargerð með frumvarpinu. „Það getur þá bent til þess að skilyrðin séu mögulega of hörð. Það hefur líka komið okkur mjög á óvart að fyrirtæki sem að við teljum að uppfylli öll skilyrði fyrir því að fá lokunarstyrk hafa bara fengið nei frá skattinum. Við teljum að það sé of þröng túlkun á lögunum en það getur þá líka verið til í dæminu að það þurfi að skýra löggjöfina þannig að þetta sé á hreinu,“ segir Ólafur. Þurfi að endurskoða aðgerðir „sem allra fyrst“ Félagið hyggst gera könnun meðal aðildarfyrirtækja um reynslu þeirra af þeim úrræðum sem hafa verið í boði. Ólafur segir að aðgerðirnar hafi í upphafi miðað að því að bregðast við skammtímaáhrifum, nú sé ljóst að áhrifin vari um lengri tíma. „Það er tvennt sem ég held að sé mikilvægt núna á þessum tímapunkti. Annars vegar þá miða þær aðgerðir sem að hefur verið ráðist í dálítið við það að þetta hafi verið kúfur í vor. Nú blasir eiginlega við að við erum að sigla inn í ástand þar sem við erum að búa við höft og efnahagsörðuleika vegna þessarar veiru um lengri tíma,“ segir Ólafur. „Það þarf þá að endurskoða allar þessar aðgerðir, skoða hvað hefur nýst vel og hvað er að virka, hvar þarf mögulega að breyta tímamörkum, rýmka skilyrði og annað slíkt.“ „Hins vegar þarf það alveg að vera á hreinu hver réttarstaða fyrirtækjanna er, ekki síst til þess að þau séu viljug að vera í liði með sóttvarnayfirvöldum og grípa til þeirra aðgerða sem þarf til að tryggja sóttvarnir, jafnvel þó það geti komið niður árekstrinum,“ bætir Ólafur við. „Þetta þarf að fara að gerast sem allra fyrst, að stjórnvöld kveði upp úr með það hvort og þá hvernig á að koma til móts við fyrirtækin núna í þessari bylgju faraldursins.“
Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Erlent Fleiri fréttir „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Sjá meira