Ríkisútvarpið kemur Helga Seljan til varnar Stefán Ó. Jónsson skrifar 11. ágúst 2020 12:47 Ríkisútvarpið sendi frá sér yfirlýsingu vegna myndbands Samherja. Vísir/Vilhelm Ríkisútvarpið hafnar þeim ásökunum sem á miðilinn og fréttamann hans, Helga Seljan, eru bornar í myndbandi Samherja. Útgerðarfélagið sendi frá sér vefþátt í morgun þar sem það svarar umfjöllun Ríkisútvarpsins árið 2012 um sölu Samherja á afla til dótturfélags. Í þættinum er Helgi Seljan borinn þungum sökum og sagður hafa falsað gögn til að styðja við fréttaflutning sinn. Í yfirlýsingu sem undirrituð er af útvarpsstjóra og fréttastjóra Ríkisútvarpsins segja þau miðilinn hafna þessum ásökunum „sem röngu.“ Helgi hafi ekki falsað eða átt við gögn og að umrædd skýrsla sem umfjöllun Ríkissútvarpsins „byggðist meðal annars á“ hafi verið raunveruleg. Ríkisútvarpið svarar að öðru leyti ekki efnislega því sem fram kemur í myndbandi Samherja, aðeins að útspil Samherja sé aðför að mannorð Helga. Aldrei hafi fyrirtæki gengið jafn langt í ófrægingarherferð eins og útgerðarfélagið geri með myndbandi sínu. „Það er líklega einsdæmi að stórfyrirtæki leggi í persónulega herferð gegn blaðamanni með áratugareynslu. Þessi grófa árás þjónar þeim eina tilgangi að skaða mannorð fréttamanns RÚV, sem hefur hvorki falsað gögn né „átt við þau“ og trúverðugleika fréttastofunnar,“ skrifa Stefán Eiríksson útvarpsstjóri og Rakel Þorbergsdóttir fréttastjóri Ríkissútvarpsins. „Kerfisbundin atlaga gegn fréttamiðlum til að verjast gagnrýninni umfjöllun er ekki ný af nálinni en sú aðferð sem Samherji beitir nú gengur mun lengra en þekkst hefur hér á landi. Það er umhugsunarvert,“ skrifa þau og bæta við: „Helgi Seljan er einn öflugasti rannsóknarblaðamaður landsins og hefur kallað yfir sig reiði hagsmunaaðila með vinnu sinni, og nú herferð stórfyrirtækis gegn mannorði hans og æru. RÚV fordæmir þessa aðför sem gerð er að fréttamanninum með tilhæfulausum ásökunum.“ Fjölmiðlar Samherji og Seðlabankinn Samherjaskjölin Sjávarútvegur Tengdar fréttir Hvers vegna hljóðritaði ég Helga Seljan með leynd? Í dag birti Samherji heimildarþátt sem fjallar um aðdraganda og eftirmál svokallaðs Seðlabankamáls. Í þættinum er meðal annars spiluð leynileg upptaka af Helga Seljan þar sem hann viðurkennir að hafa sagt áhorfendum Ríkissjónvarpsins ósatt í þætti Kastljóss 27. mars 2012. 11. ágúst 2020 12:00 Fimm staðreyndir Staðreynd 1: Samherji hefur grætt milljarða á því að nýta auðlindir Íslands, sem eru þó samkvæmt lögum eign íslensku þjóðarinnar. 11. ágúst 2020 11:00 Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Fleiri fréttir Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Sjá meira
Ríkisútvarpið hafnar þeim ásökunum sem á miðilinn og fréttamann hans, Helga Seljan, eru bornar í myndbandi Samherja. Útgerðarfélagið sendi frá sér vefþátt í morgun þar sem það svarar umfjöllun Ríkisútvarpsins árið 2012 um sölu Samherja á afla til dótturfélags. Í þættinum er Helgi Seljan borinn þungum sökum og sagður hafa falsað gögn til að styðja við fréttaflutning sinn. Í yfirlýsingu sem undirrituð er af útvarpsstjóra og fréttastjóra Ríkisútvarpsins segja þau miðilinn hafna þessum ásökunum „sem röngu.“ Helgi hafi ekki falsað eða átt við gögn og að umrædd skýrsla sem umfjöllun Ríkissútvarpsins „byggðist meðal annars á“ hafi verið raunveruleg. Ríkisútvarpið svarar að öðru leyti ekki efnislega því sem fram kemur í myndbandi Samherja, aðeins að útspil Samherja sé aðför að mannorð Helga. Aldrei hafi fyrirtæki gengið jafn langt í ófrægingarherferð eins og útgerðarfélagið geri með myndbandi sínu. „Það er líklega einsdæmi að stórfyrirtæki leggi í persónulega herferð gegn blaðamanni með áratugareynslu. Þessi grófa árás þjónar þeim eina tilgangi að skaða mannorð fréttamanns RÚV, sem hefur hvorki falsað gögn né „átt við þau“ og trúverðugleika fréttastofunnar,“ skrifa Stefán Eiríksson útvarpsstjóri og Rakel Þorbergsdóttir fréttastjóri Ríkissútvarpsins. „Kerfisbundin atlaga gegn fréttamiðlum til að verjast gagnrýninni umfjöllun er ekki ný af nálinni en sú aðferð sem Samherji beitir nú gengur mun lengra en þekkst hefur hér á landi. Það er umhugsunarvert,“ skrifa þau og bæta við: „Helgi Seljan er einn öflugasti rannsóknarblaðamaður landsins og hefur kallað yfir sig reiði hagsmunaaðila með vinnu sinni, og nú herferð stórfyrirtækis gegn mannorði hans og æru. RÚV fordæmir þessa aðför sem gerð er að fréttamanninum með tilhæfulausum ásökunum.“
Fjölmiðlar Samherji og Seðlabankinn Samherjaskjölin Sjávarútvegur Tengdar fréttir Hvers vegna hljóðritaði ég Helga Seljan með leynd? Í dag birti Samherji heimildarþátt sem fjallar um aðdraganda og eftirmál svokallaðs Seðlabankamáls. Í þættinum er meðal annars spiluð leynileg upptaka af Helga Seljan þar sem hann viðurkennir að hafa sagt áhorfendum Ríkissjónvarpsins ósatt í þætti Kastljóss 27. mars 2012. 11. ágúst 2020 12:00 Fimm staðreyndir Staðreynd 1: Samherji hefur grætt milljarða á því að nýta auðlindir Íslands, sem eru þó samkvæmt lögum eign íslensku þjóðarinnar. 11. ágúst 2020 11:00 Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Fleiri fréttir Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Sjá meira
Hvers vegna hljóðritaði ég Helga Seljan með leynd? Í dag birti Samherji heimildarþátt sem fjallar um aðdraganda og eftirmál svokallaðs Seðlabankamáls. Í þættinum er meðal annars spiluð leynileg upptaka af Helga Seljan þar sem hann viðurkennir að hafa sagt áhorfendum Ríkissjónvarpsins ósatt í þætti Kastljóss 27. mars 2012. 11. ágúst 2020 12:00
Fimm staðreyndir Staðreynd 1: Samherji hefur grætt milljarða á því að nýta auðlindir Íslands, sem eru þó samkvæmt lögum eign íslensku þjóðarinnar. 11. ágúst 2020 11:00