Stuðlagil ekki staður fyrir uppblásna einhyrninga Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 11. ágúst 2020 10:40 Áhrifavaldurin Helgi Jean Claessen renndi sér niður Stuðlagil á dögunum. Vísir/Vilhelm/Skjáskot/Helgi Jean Claessen „Þetta er ekki baðstaður og þetta er ekki sundstaður. Þarna eru miklir straumar og hluta ársins er þetta nú kolmórauð jökulsá,“ segir Jónas Guðmundsson hjá Landsbjörg spurður um álit á nýlegri ferð áhrifavaldsins Helga Jean Claessen um Stuðlagil á uppblásnum einhyrningi. Það vakti talsverða athygli þegar Helgi Jean birti myndband á Instagram-síðu hans þar sem sjá má hann dóla sér niður Jöklu á uppblásnum einhyrningi þar sem hún rennur um Stuðlagil, sem skyndilega er orðinn einn vinsælasti ferðamannastaður landsins. „Okkur líst ekkert á að við erum að sjá á samfélagsmiðlum svona hegðun,“ sagði Jónas sem ræddi bátsferð Helga í Reykjavík síðdegis í gær. Þar sagði hann að Landsbjörg hefði áhyggjur af því að aðrir taki upp á því að apa eftir áhrifavaldinum. „Þarna eru strengir þannig að þetta er alls ekki hættulaust. Við þekkjum það vel að svona myndbirtingar hvetur til álíka hegðunar. Það þarf ekki að rifja upp annað en Justin Bieber á flugvélaflaki á Sólheimasandi eða á klettanöf við Fjaðrárgljúfur. Allar myndirnar sem komu í kjölfarið á því.“ Á dögunum var fjallað um áhyggjur jarðfræðingsins Snorra Zóphóníassonar af því að fólk stingi sér til sunds í Stuðlagili, því að þar væri lúmsk hætta á ferð þrátt fyrir að áin liti út fyrir að vera lygn í gilinu. Stuðlagil er hér.Grafík/Tótla „Nokkur brögð eru að því að fólk leggist til sunds í hyl í Stuðlagili og gorti af. Þetta er hættulegt. Út úr hylnum fellur áin í streng sem enginn getur synt á móti. Hættan er lúmsk ekki þarf annað en lenda út í að því er virðist sakleysislegan stað þar sem straumurinn er að auka hraðann. Skemmst er að minnast banaslyss sem varð í Bleiksárgljúfri í Fljótshlíð þegar tvær konur fóru út í lygnan hyl og hrifust með útfallinu. Fæst fólk er læst á straumlag í ám,“ skrifaði Snorri. Jónas virðist taka undir áhyggjur Snorra, þó að þeir sem hafi reynsli og þekkingu til geti stungið sér til sunds víða utan viðurkenndra bað- og sundstaða þurfi að velja sér stað og stund. „Auðvitað er ekkert að því að synda í vötnum og sjó hafi menn reynslu og þekkingu þar sem það er hægt. Þetta er kannski ekki staður til þess.“ Ferðamennska á Íslandi Samfélagsmiðlar Umhverfismál Fljótsdalshérað Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fleiri fréttir Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Sjá meira
„Þetta er ekki baðstaður og þetta er ekki sundstaður. Þarna eru miklir straumar og hluta ársins er þetta nú kolmórauð jökulsá,“ segir Jónas Guðmundsson hjá Landsbjörg spurður um álit á nýlegri ferð áhrifavaldsins Helga Jean Claessen um Stuðlagil á uppblásnum einhyrningi. Það vakti talsverða athygli þegar Helgi Jean birti myndband á Instagram-síðu hans þar sem sjá má hann dóla sér niður Jöklu á uppblásnum einhyrningi þar sem hún rennur um Stuðlagil, sem skyndilega er orðinn einn vinsælasti ferðamannastaður landsins. „Okkur líst ekkert á að við erum að sjá á samfélagsmiðlum svona hegðun,“ sagði Jónas sem ræddi bátsferð Helga í Reykjavík síðdegis í gær. Þar sagði hann að Landsbjörg hefði áhyggjur af því að aðrir taki upp á því að apa eftir áhrifavaldinum. „Þarna eru strengir þannig að þetta er alls ekki hættulaust. Við þekkjum það vel að svona myndbirtingar hvetur til álíka hegðunar. Það þarf ekki að rifja upp annað en Justin Bieber á flugvélaflaki á Sólheimasandi eða á klettanöf við Fjaðrárgljúfur. Allar myndirnar sem komu í kjölfarið á því.“ Á dögunum var fjallað um áhyggjur jarðfræðingsins Snorra Zóphóníassonar af því að fólk stingi sér til sunds í Stuðlagili, því að þar væri lúmsk hætta á ferð þrátt fyrir að áin liti út fyrir að vera lygn í gilinu. Stuðlagil er hér.Grafík/Tótla „Nokkur brögð eru að því að fólk leggist til sunds í hyl í Stuðlagili og gorti af. Þetta er hættulegt. Út úr hylnum fellur áin í streng sem enginn getur synt á móti. Hættan er lúmsk ekki þarf annað en lenda út í að því er virðist sakleysislegan stað þar sem straumurinn er að auka hraðann. Skemmst er að minnast banaslyss sem varð í Bleiksárgljúfri í Fljótshlíð þegar tvær konur fóru út í lygnan hyl og hrifust með útfallinu. Fæst fólk er læst á straumlag í ám,“ skrifaði Snorri. Jónas virðist taka undir áhyggjur Snorra, þó að þeir sem hafi reynsli og þekkingu til geti stungið sér til sunds víða utan viðurkenndra bað- og sundstaða þurfi að velja sér stað og stund. „Auðvitað er ekkert að því að synda í vötnum og sjó hafi menn reynslu og þekkingu þar sem það er hægt. Þetta er kannski ekki staður til þess.“
Ferðamennska á Íslandi Samfélagsmiðlar Umhverfismál Fljótsdalshérað Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fleiri fréttir Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Sjá meira