Stuðlagil ekki staður fyrir uppblásna einhyrninga Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 11. ágúst 2020 10:40 Áhrifavaldurin Helgi Jean Claessen renndi sér niður Stuðlagil á dögunum. Vísir/Vilhelm/Skjáskot/Helgi Jean Claessen „Þetta er ekki baðstaður og þetta er ekki sundstaður. Þarna eru miklir straumar og hluta ársins er þetta nú kolmórauð jökulsá,“ segir Jónas Guðmundsson hjá Landsbjörg spurður um álit á nýlegri ferð áhrifavaldsins Helga Jean Claessen um Stuðlagil á uppblásnum einhyrningi. Það vakti talsverða athygli þegar Helgi Jean birti myndband á Instagram-síðu hans þar sem sjá má hann dóla sér niður Jöklu á uppblásnum einhyrningi þar sem hún rennur um Stuðlagil, sem skyndilega er orðinn einn vinsælasti ferðamannastaður landsins. „Okkur líst ekkert á að við erum að sjá á samfélagsmiðlum svona hegðun,“ sagði Jónas sem ræddi bátsferð Helga í Reykjavík síðdegis í gær. Þar sagði hann að Landsbjörg hefði áhyggjur af því að aðrir taki upp á því að apa eftir áhrifavaldinum. „Þarna eru strengir þannig að þetta er alls ekki hættulaust. Við þekkjum það vel að svona myndbirtingar hvetur til álíka hegðunar. Það þarf ekki að rifja upp annað en Justin Bieber á flugvélaflaki á Sólheimasandi eða á klettanöf við Fjaðrárgljúfur. Allar myndirnar sem komu í kjölfarið á því.“ Á dögunum var fjallað um áhyggjur jarðfræðingsins Snorra Zóphóníassonar af því að fólk stingi sér til sunds í Stuðlagili, því að þar væri lúmsk hætta á ferð þrátt fyrir að áin liti út fyrir að vera lygn í gilinu. Stuðlagil er hér.Grafík/Tótla „Nokkur brögð eru að því að fólk leggist til sunds í hyl í Stuðlagili og gorti af. Þetta er hættulegt. Út úr hylnum fellur áin í streng sem enginn getur synt á móti. Hættan er lúmsk ekki þarf annað en lenda út í að því er virðist sakleysislegan stað þar sem straumurinn er að auka hraðann. Skemmst er að minnast banaslyss sem varð í Bleiksárgljúfri í Fljótshlíð þegar tvær konur fóru út í lygnan hyl og hrifust með útfallinu. Fæst fólk er læst á straumlag í ám,“ skrifaði Snorri. Jónas virðist taka undir áhyggjur Snorra, þó að þeir sem hafi reynsli og þekkingu til geti stungið sér til sunds víða utan viðurkenndra bað- og sundstaða þurfi að velja sér stað og stund. „Auðvitað er ekkert að því að synda í vötnum og sjó hafi menn reynslu og þekkingu þar sem það er hægt. Þetta er kannski ekki staður til þess.“ Ferðamennska á Íslandi Samfélagsmiðlar Umhverfismál Fljótsdalshérað Mest lesið Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Fleiri fréttir Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Sjá meira
„Þetta er ekki baðstaður og þetta er ekki sundstaður. Þarna eru miklir straumar og hluta ársins er þetta nú kolmórauð jökulsá,“ segir Jónas Guðmundsson hjá Landsbjörg spurður um álit á nýlegri ferð áhrifavaldsins Helga Jean Claessen um Stuðlagil á uppblásnum einhyrningi. Það vakti talsverða athygli þegar Helgi Jean birti myndband á Instagram-síðu hans þar sem sjá má hann dóla sér niður Jöklu á uppblásnum einhyrningi þar sem hún rennur um Stuðlagil, sem skyndilega er orðinn einn vinsælasti ferðamannastaður landsins. „Okkur líst ekkert á að við erum að sjá á samfélagsmiðlum svona hegðun,“ sagði Jónas sem ræddi bátsferð Helga í Reykjavík síðdegis í gær. Þar sagði hann að Landsbjörg hefði áhyggjur af því að aðrir taki upp á því að apa eftir áhrifavaldinum. „Þarna eru strengir þannig að þetta er alls ekki hættulaust. Við þekkjum það vel að svona myndbirtingar hvetur til álíka hegðunar. Það þarf ekki að rifja upp annað en Justin Bieber á flugvélaflaki á Sólheimasandi eða á klettanöf við Fjaðrárgljúfur. Allar myndirnar sem komu í kjölfarið á því.“ Á dögunum var fjallað um áhyggjur jarðfræðingsins Snorra Zóphóníassonar af því að fólk stingi sér til sunds í Stuðlagili, því að þar væri lúmsk hætta á ferð þrátt fyrir að áin liti út fyrir að vera lygn í gilinu. Stuðlagil er hér.Grafík/Tótla „Nokkur brögð eru að því að fólk leggist til sunds í hyl í Stuðlagili og gorti af. Þetta er hættulegt. Út úr hylnum fellur áin í streng sem enginn getur synt á móti. Hættan er lúmsk ekki þarf annað en lenda út í að því er virðist sakleysislegan stað þar sem straumurinn er að auka hraðann. Skemmst er að minnast banaslyss sem varð í Bleiksárgljúfri í Fljótshlíð þegar tvær konur fóru út í lygnan hyl og hrifust með útfallinu. Fæst fólk er læst á straumlag í ám,“ skrifaði Snorri. Jónas virðist taka undir áhyggjur Snorra, þó að þeir sem hafi reynsli og þekkingu til geti stungið sér til sunds víða utan viðurkenndra bað- og sundstaða þurfi að velja sér stað og stund. „Auðvitað er ekkert að því að synda í vötnum og sjó hafi menn reynslu og þekkingu þar sem það er hægt. Þetta er kannski ekki staður til þess.“
Ferðamennska á Íslandi Samfélagsmiðlar Umhverfismál Fljótsdalshérað Mest lesið Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Fleiri fréttir Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Sjá meira