Fótbolti

Farinn frá PSG og gagnrýnir öll partíin

Anton Ingi Leifsson skrifar
Neymar og Mbappe í góðu teiti.
Neymar og Mbappe í góðu teiti. vísir/getty

Thomas Meunier, sem gekk í raðir Dortmund frá PSG í sumar, segir að leikmenn franska stórliðsins skemmti sér allt of mikið.

Samningur Meunier við PSG rann út í sumar og hann ákvað að færa sig um set; úr partí stemningunni í Frakklandi, í agann í Þýskalandi.

Leikmenn PSG eru þekktir fyrir að taka vel á því utan vallar einnig og Meunier segir að þeir skemmti sér allt of mikið.

„Ekkert nema partí - ótrúlegt,“ sagði Meunier í samtali við belgísku sjónvarpsstöðina RTBF en Meunier spilaði með Club Brugge áður en hann gekk í raðir PSG.

„Þegar ég var í Brugge þá fögnuðum við afmælum með að spila pílu eða fórum í snóker á bar en í PSG er þetta hrikalegt.“

„Það lýsir þó félaginu vel; finna höll eða flotta byggingu og halda partí með fleiri hundruðum.“

„Þá sérðu að þeir eru meira en fótboltamenn; þeir eru stjörnur. Ég skemmti mér vel en þetta var of mikið. Þetta er þó hluti af leiknum.“Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.