Erlent

Lyf sem vinnur gegn Alz­heimer gæti komið á markað innan hálfs árs

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Lyfið er talið geta snúið hrörnun af völdum Alzheimer við.
Lyfið er talið geta snúið hrörnun af völdum Alzheimer við. Getty

Lyf sem gæti snúið við hrörnun af völdum Alzheimers sjúkdómsins gæti komið í almenna notkun eftir sex mánuði. Þetta er fyrsta lyfið sem gæti snúið hrörnuninni við og er það í þróun í Bandaríkjunum. Það hefur fengið flýtimeðferð hjá bandarískum eftirlitsaðilum og gæti því verið stutt í að það komi á markað.

Lyfið hefur verið í dágóðan tíma og heitir það Aducanumab. Alzheimerssjúklingar sem hafa fengið lyfið í tilraunaskyni hafa sýnt mikla framför í ýmsum þáttum, þar á meðal málnotkun og getu til að átta sig á stað og stund. Þá hefur lyfið einnig verið tengt við að hægist hjá sjúklingum á minnistapi.

Þau lyf sem hafa verið notuð við Alzheimer hingað til geta ekki hægt á þróun sjúkdómsins heldur aðeins falið einkenni hans. Nýja meðferðin hins vegar er talin verða sú fyrsta til að hægja á eða jafnvel stöðva framvindu sjúkdómsins.


Tengdar fréttir

Fólkið sem má ekki hitta neinn

Talið er að hátt í sjötíu þúsund Íslendingar, ungir og aldnir, tilheyri áhættuhópum og eru taldir líklegri til að veikjast alvarlega af völdum veirunnar en aðrir. Þetta fólk hefur meira og minna verið í svokallaðri verndarsóttkví frá byrjun mars og það sér ekki fyrir endann á henni.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×