Fótbolti

Beckham fær fyrstu stjörnuna til Inter Miami

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Blaise Matuidi og David Beckham í baráttu við André Ayew í leik Paris Saint-Germain og Marseille í frönsku úrvalsdeildinni 2013.
Blaise Matuidi og David Beckham í baráttu við André Ayew í leik Paris Saint-Germain og Marseille í frönsku úrvalsdeildinni 2013. getty/Xavier Laine

Franski miðjumaðurinn Blaise Matuidi er á leið til Inter Miami í Bandaríkjunum frá Ítalíumeisturum Juventus samkvæmt heimildum ESPN.

Inter Miami er í eigu Davids Beckham en þeir Matuidi spiluðu saman hjá Paris Saint-Germain 2013.

Matuidi verður fyrsta stjarnan sem Beckham fær til Inter Miami. Félagið er á sínu fyrsta starfsári og það hefur ekki byrjað vel. Raunar á Inter Miami enn eftir að vinna sinn fyrsta leik í MLS-deildinni.

Matuidi, sem er 33 ára, á eitt ár eftir af samningi sínum við Juventus. Hann hefur verið hjá félaginu síðan 2017. Hann hefur þrisvar sinnum orðið ítalskur meistari með Juventus.

Miðjumaðurinn öflugi hefur leikið 84 leiki fyrir franska landsliðið og varð heimsmeistari með því fyrir tveimur árum.

Matuidi er fyrsti leikmaðurinn sem yfirgefur Juventus eftir að Andrea Pirlo tók við þjálfun liðsins.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.