Fótbolti

„Þeir líta ekki út eins og Barcelona“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Leikmenn Barcelona fagna marki Lionel Messi í gær.
Leikmenn Barcelona fagna marki Lionel Messi í gær. vísir/getty

Michael Owen, fyrrum framherji og nú sparkspekingur hjá BT Sport, segir að Barcelona sé ekki svipur hjá sjón og liðið sé að verða of gamalt.

Barcelona komast áfram í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar í gær með 3-1 sigri á Napoli í síðari leik liðanna í gærkvöldi.

Samanlagt endaði viðureignin 4-2 en Napoli átti fjölmörg góð tækifæri til þess að laga stöðuna og búa til spennandi leik.

„Þegar þú lítur á skot á mark er bara eitt lið á vellinum. Barcelona lítur ekki út eins og lið sem er að fara alla leið í úrslitaleikinn,“ sagði Owen við BT Sport.

„Barcelona er með hæfileikaríka leikmenn en liðið er að eldast. Það er ekki mikill hraði í sóknarleiknum. Það er ósamræmi í leiknum hjá þeim.“

„Þeir líta ekki út eins og Barcelona. Ég held að það sé endurbygging framundan hjá þeim á næstu leiktíðum,“ sagði Owen.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.