Enski boltinn

Opnar Liver­pool veskið fyrir miðju­mann fallliðsins?

Anton Ingi Leifsson skrifar
Brooks hefur vakið athygli hjá Bournemouth.
Brooks hefur vakið athygli hjá Bournemouth. vísir/getty

Enskir fjölmiðlar greina frá því að Liverpool sé að íhuga tilboð í miðjumanninn David Brooks sem er á mála hjá Bournemouth.

Þessi 23 ára gamli miðjumaður vakti athygli margra á síðustu leiktíð en Bournemouth leikur í ensku B-deildinni á næstu leiktíð eftir fall í ár.

Brooks missti af stærsta hluta tímabilsins vegna ökkla meiðsla en vegna kórónuveirunnar þá náði hann lokum tímabilsins.

Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, hefur séð nóg af Brooks til að vera tilbúinn að opna veskið og kaupa Brooks.

Talið er að hann kosti um 35 milljónir punda en miðjumaðurinn Adam Lallana er á förum frá Liverpool. Xherdan Shaqiri gæti einnig verið á útleið.

Brooks gekk í raðir Bournemouth á 12 milljónir punda árið 2018 og tímabilið 2018/2019 var hann tilnefndur til verðlaunanna um besta unga leikmanninn.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.