Forsetaframbjóðandi missti af fyrsta framboðsfundinum vegna árásar leðurblöku Andri Eysteinsson skrifar 8. ágúst 2020 22:49 Jo Jorgensen mun kljást við Donald Trump og Joe Biden í nóvember næstkomandi. Getty/SOPA Forsetaframbjóðandi bandaríska Frjálshyggjuflokksins, háskólakennarinn Jo Jorgensen, sá sér ekki fært að mæta á fyrsta skipulagða viðburð kosningabaráttu hennar sem fara átti fram fyrr í dag. Jorgensen mun verja helginni í kosningaferð um suðurríkin Mississippi og Louisiana. Politico greinir frá því að aflýsa þurfti framboðsfundi Jorgensen eftir að hún var bitin af leðurblöku og þurfti að leita læknisaðstoðar til þess að fá hundaæðissprautu. Ekki er vitað hvernig það atvikaðist en Jorgensen grínaðist með atvikið á Twitter-síðu sinni þegar Twitter notandi sagði henni að til þess að öðlast ofurkrafta yrði hún að vera bitin af geislavirkri könguló. Batman hafi ekki verið bitinn af leðurblöku. Jorgensen svaraði um hæl og sagðist einfaldlega ekki vera Leðurblökumaðurinn. I'm not Batman. 😉— Jo Jorgensen (@Jorgensen4POTUS) August 8, 2020 Jorgensen ætlaði þó ekki að láta bitið stoppa sig frekar og sagðist ætla að taka þátt í öðrum viðburðum sem skipulagðir hafa verið um helgina. Samkvæmt síðustu skoðanakönnun CNBS mælist Jorgensen með 2% stuðning kjósenda. Frambjóðandi Frjálshyggjuflokksins hefur mest fengið 3,29% kosningu en það var Gary Johnson sem bauð sig fram á móti Donald Trump og Hillary Clinton árið 2016. Jo Jorgensen hefur áður verið í framboði en hún hlaut 0,5% kosningu sem varaforsetaefni Harry Browne 1996 og 2,2% kosningu í framboði til fulltrúadeildar Bandaríkjaþings fyrir SC-4 í Suður Karólínu árið 1992. Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Sjá meira
Forsetaframbjóðandi bandaríska Frjálshyggjuflokksins, háskólakennarinn Jo Jorgensen, sá sér ekki fært að mæta á fyrsta skipulagða viðburð kosningabaráttu hennar sem fara átti fram fyrr í dag. Jorgensen mun verja helginni í kosningaferð um suðurríkin Mississippi og Louisiana. Politico greinir frá því að aflýsa þurfti framboðsfundi Jorgensen eftir að hún var bitin af leðurblöku og þurfti að leita læknisaðstoðar til þess að fá hundaæðissprautu. Ekki er vitað hvernig það atvikaðist en Jorgensen grínaðist með atvikið á Twitter-síðu sinni þegar Twitter notandi sagði henni að til þess að öðlast ofurkrafta yrði hún að vera bitin af geislavirkri könguló. Batman hafi ekki verið bitinn af leðurblöku. Jorgensen svaraði um hæl og sagðist einfaldlega ekki vera Leðurblökumaðurinn. I'm not Batman. 😉— Jo Jorgensen (@Jorgensen4POTUS) August 8, 2020 Jorgensen ætlaði þó ekki að láta bitið stoppa sig frekar og sagðist ætla að taka þátt í öðrum viðburðum sem skipulagðir hafa verið um helgina. Samkvæmt síðustu skoðanakönnun CNBS mælist Jorgensen með 2% stuðning kjósenda. Frambjóðandi Frjálshyggjuflokksins hefur mest fengið 3,29% kosningu en það var Gary Johnson sem bauð sig fram á móti Donald Trump og Hillary Clinton árið 2016. Jo Jorgensen hefur áður verið í framboði en hún hlaut 0,5% kosningu sem varaforsetaefni Harry Browne 1996 og 2,2% kosningu í framboði til fulltrúadeildar Bandaríkjaþings fyrir SC-4 í Suður Karólínu árið 1992.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Sjá meira