Grípa þyrfti til frekari takmarkana ef kveða ætti faraldurinn niður á þremur vikum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Birgir Olgeirsson skrifa 8. ágúst 2020 12:53 Thor Aspelund, prófessor í líftölfræði við Háskóla Íslands, sem fer fyrir teyminu við HÍ sem vinnur spálíkan um líklega þróun Covid-19 hér á Íslandi. Vísir Ef kveða ætti seinni bylgju kórónuveirufaraldursins niður á þremur vikum hér á landi þyrfti að grípa til herts samkomubanns. Þetta segir prófessor í líftölfræði við Háskóla Íslands. Hver einstaklingur sem smitaður er af kórónuveirunni á Íslandi í dag smitar að jafnaði 2 - 3 til viðbótar eins og staðan er. Thor Aspelund prófessor í líftölfræði við Háskóla Íslands segir tölur dagsins vera ákveðinn létti þó erfitt sé að draga stórar ályktanir út frá einum degi. Þrír greindust innanlands í gær og tveir á landamærum en tveir bíða eftir niðurstöðum úr mótefnamælingum þaðan. „Svo horfa menn líka á að það eru helmingi færri innanlandssýni, gegn um spítalann og Íslenska erfðagreiningu, þannig að það hefur kannski einhver áhrif líka. Ég myndi nú halda að það sé eitthvað eftir inni, ekki kannski fjórtán en sjö, átta á dag næstu daga jafnvel.“ Hann segir Íslendinga vera á fimmtánda degi í annarri bylgju faraldursins og staðan virðist að einhverju leiti jákvæðari en á sama tíma í fyrri bylgju faraldursins. Thor segir smithlutfallið á svipuðum stað og í fyrri bylgjunni. Hver sýktur einstaklingur smiti því um tvo til viðbótar að jafnaði. „Það fór alveg upp í rúmlega tvo þannig að þetta er frekar líkt og var í þriðju viku í mars síðast.“ Thor segir að teymið sem vinnur að spálíkani fyrir kórónuveirufaraldurinn geti jafnvel skilað af sér spá á föstudag. „Myndin er orðin að einhverju leiti skýr á þriðjudag, myndi ég giska á núna, þá sjáum við alveg skýrt hvort þetta hefur beygt af vextinum miðað við síðast. Þá er ekkert óraunhæft að koma með spálíkan til dæmis á föstudaginn,“ segir Thor. Ef allir færu eftir sóttvarnarreglum væri mögulegt að mati Thors að ná þessari seinni bylgju niður á jafnvel þremur vikum. „Þá myndum við geta náð henni niður bara á þremur vikum, ég myndi halda það, ef við færum öll í gírinn en þá þyrftum við líklega 20 manna bannið, samkomutakmörkunina, til að ná þessu alveg hart niður. Það er besta ágiskunin mín núna,“ segir Thor. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Mælir með notkun gríma: „Manni fannst fráleitt þegar talað var um buff eða bómullargrímur“ Smitsjúkdómalæknir á Landspítalanum mælir með að fólk noti grímur þar sem ekki er hægt að tryggja tveggja metra regluna. Buff og taugrímur geti jafnvel verið nóg. 8. ágúst 2020 12:27 Þrjú innanlandssmit og tvö virk smit á landamærunum Þrír greindust með veiruna innanlands síðasta sólarhringinn, allir á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans. 8. ágúst 2020 11:03 Tölunum svipar til þess þegar faraldurinn fór fyrst á flug Teymið sem vinnur að spálíkani fyrir kórónuveirufaraldurinn ákvað að bíða aðeins með að gefa út spá eftir tíðindi dagsins. 7. ágúst 2020 20:03 Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Innlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Fleiri fréttir Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Sjá meira
Ef kveða ætti seinni bylgju kórónuveirufaraldursins niður á þremur vikum hér á landi þyrfti að grípa til herts samkomubanns. Þetta segir prófessor í líftölfræði við Háskóla Íslands. Hver einstaklingur sem smitaður er af kórónuveirunni á Íslandi í dag smitar að jafnaði 2 - 3 til viðbótar eins og staðan er. Thor Aspelund prófessor í líftölfræði við Háskóla Íslands segir tölur dagsins vera ákveðinn létti þó erfitt sé að draga stórar ályktanir út frá einum degi. Þrír greindust innanlands í gær og tveir á landamærum en tveir bíða eftir niðurstöðum úr mótefnamælingum þaðan. „Svo horfa menn líka á að það eru helmingi færri innanlandssýni, gegn um spítalann og Íslenska erfðagreiningu, þannig að það hefur kannski einhver áhrif líka. Ég myndi nú halda að það sé eitthvað eftir inni, ekki kannski fjórtán en sjö, átta á dag næstu daga jafnvel.“ Hann segir Íslendinga vera á fimmtánda degi í annarri bylgju faraldursins og staðan virðist að einhverju leiti jákvæðari en á sama tíma í fyrri bylgju faraldursins. Thor segir smithlutfallið á svipuðum stað og í fyrri bylgjunni. Hver sýktur einstaklingur smiti því um tvo til viðbótar að jafnaði. „Það fór alveg upp í rúmlega tvo þannig að þetta er frekar líkt og var í þriðju viku í mars síðast.“ Thor segir að teymið sem vinnur að spálíkani fyrir kórónuveirufaraldurinn geti jafnvel skilað af sér spá á föstudag. „Myndin er orðin að einhverju leiti skýr á þriðjudag, myndi ég giska á núna, þá sjáum við alveg skýrt hvort þetta hefur beygt af vextinum miðað við síðast. Þá er ekkert óraunhæft að koma með spálíkan til dæmis á föstudaginn,“ segir Thor. Ef allir færu eftir sóttvarnarreglum væri mögulegt að mati Thors að ná þessari seinni bylgju niður á jafnvel þremur vikum. „Þá myndum við geta náð henni niður bara á þremur vikum, ég myndi halda það, ef við færum öll í gírinn en þá þyrftum við líklega 20 manna bannið, samkomutakmörkunina, til að ná þessu alveg hart niður. Það er besta ágiskunin mín núna,“ segir Thor.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Mælir með notkun gríma: „Manni fannst fráleitt þegar talað var um buff eða bómullargrímur“ Smitsjúkdómalæknir á Landspítalanum mælir með að fólk noti grímur þar sem ekki er hægt að tryggja tveggja metra regluna. Buff og taugrímur geti jafnvel verið nóg. 8. ágúst 2020 12:27 Þrjú innanlandssmit og tvö virk smit á landamærunum Þrír greindust með veiruna innanlands síðasta sólarhringinn, allir á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans. 8. ágúst 2020 11:03 Tölunum svipar til þess þegar faraldurinn fór fyrst á flug Teymið sem vinnur að spálíkani fyrir kórónuveirufaraldurinn ákvað að bíða aðeins með að gefa út spá eftir tíðindi dagsins. 7. ágúst 2020 20:03 Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Innlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Fleiri fréttir Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Sjá meira
Mælir með notkun gríma: „Manni fannst fráleitt þegar talað var um buff eða bómullargrímur“ Smitsjúkdómalæknir á Landspítalanum mælir með að fólk noti grímur þar sem ekki er hægt að tryggja tveggja metra regluna. Buff og taugrímur geti jafnvel verið nóg. 8. ágúst 2020 12:27
Þrjú innanlandssmit og tvö virk smit á landamærunum Þrír greindust með veiruna innanlands síðasta sólarhringinn, allir á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans. 8. ágúst 2020 11:03
Tölunum svipar til þess þegar faraldurinn fór fyrst á flug Teymið sem vinnur að spálíkani fyrir kórónuveirufaraldurinn ákvað að bíða aðeins með að gefa út spá eftir tíðindi dagsins. 7. ágúst 2020 20:03