Innlent

Skilaði þúsund upprunaábyrgðum til forsætisráðherra í dag: Vill að Ísland hætti að selja upprunaábyrgðir

Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar
Koen Kjartan Van de Putte og upprunaábyrgðirnar þúsund sem hann afhendi Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra í dag.
Koen Kjartan Van de Putte og upprunaábyrgðirnar þúsund sem hann afhendi Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra í dag. AÐSEND

Belgískt raforkufyrirtæki skilaði í dag þúsund upprunaábyrgðum til Íslands. Með því vill fyrirtækið vekja Íslendinga til umhugsunar um afleiðingar orkustefnu stjórnvalda.

Koen Kjartan, starfsmaður raforkufyritækisins Bolt heimsótti forsætisráðherra í Stjórnarráðinu í dag og skilaði Íslandi þúsund upprunaábyrgðum sem keyptar voru í Belgíu. 

Upprunaábyrgðir orku ganga kaupum og sölum innan Evrópu og íslensk orkufyrirtæki hafa verulegar tekjur af þeim en Bolt vill að Ísland hætti að selja upprunaábyrgðir.

„Ef Ísland og Noregur myndu hætta að selja þessa vottun þá myndu belgísk raforkufyrirtæki búa til sína eigin grænu orku,“ sagði Koen Kjartan Van de Putte, fulltrúi Bolts á Íslandi.

Koen Kjartan Van de Putte, fulltrúi Bolts á Íslandi vill að Ísland hætti að selja upprunaábyrgðir.BALDUR HRAFNKELL

Hann vill að lög verði sett á sölu upprunaábyrgða í Evrópu.

„Það er sérstakt fyrir Belga sem halda að þeir séu að kaupa græna orku en hún er ekkert græn. Þetta er bara sama skítuga orkan sem er grænmáluð,“ sagði Koen Kjartan.

Koen segir söluna grafa undan hvata fyrirtækja til að nýta raunverulega græna orku.

„Bolt, við erum að búa til 100% græna orku sem er framleidd í Belgíu. Við erum að keppa við önnur raforkufyrirtæki sem búa til græna orku sem er bara ekkert græn og við viljum bara að Ísland, Noregur og önnur lönd sem selja þessi ábyrgðarbréf hætti að gera það,“ sagði Koen Kjartan.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.