Innlent

Tveir starfs­menn frétta­stofu RÚV í sótt­kví

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
RúvTveir starfsmenn RÚV eru komnir í sóttkví eftir að hafa umgengist einstaklinga sem greindust með Covid-19.
RúvTveir starfsmenn RÚV eru komnir í sóttkví eftir að hafa umgengist einstaklinga sem greindust með Covid-19. Vísir/Vilhelm

Tveir starfsmenn fréttastofu RÚV eru komnir í sóttkví eftir að hafa umgengist einstakling sem greindist með kórónuveirusmit. Fréttablaðið greinir frá því að starfsmennirnir sem sendir voru í sóttkví tengist máli þar sem gestkomandi einstaklingar í Vestmannaeyjum greindust með veiruna.

Stefán Eiríksson, útvarpsstjóri, staðfestir þetta í samtali við fréttastofu og segir hann aðra starfsmenn hafa verið upplýsta um málið. Gripið hafi verið til aðgerða um leið og tilkynnt hafi verið um hertar samkomutakmarkanir síðastliðinn föstudag og því hafi allt verið í samræmi við áætlanir RÚV og skipulag.

„Starfsfólkið fór í sóttkví af því að það var í tengslum við smitaða einstaklinga á tilteknum tímapunkti,“ segir Stefán. Búið sé að skipta fréttastofunni upp í sóttvarnarhólf líkt og gert var í fyrri bylgjunni.


Tengdar fréttir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×