Vilja kaupa háþróaða dróna af Bandaríkjunum Samúel Karl Ólason skrifar 7. ágúst 2020 10:37 Yfirvöld í Taívan hafa að undanförnu varið miklu púðri í endurbætur á herafla eyríkisins. EPA/RITCHIE B. TONGO Ríkisstjórn Taívan á í viðræðum við Bandaríkin um að kaupa minnst fjóra hátækni hernaðardróna. Gangi viðræðurnar etir yrði það í fyrsta sinn sem eyríkið kaupir slík vopn. Um er að ræða sérstaka eftirlitsdróna sem geta flogið allt að 11 þúsund kílómetra. Þetta kemur fram í frétt Reuters en ekki liggur fyrir hvort að drónarnir eigi að bera vopn og þing Bandaríkjanna þarf að samþykkja söluna. Slíkir drónar, sem kallast SeaGuardian, myndu gera hernaðaryfirvöldum í Taívan kleift að fylgjast mun betur með aðgerðum herafla Kína á svæðinu. Ríkisstjórn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hefur ákveðið að reyna að selja fleiri dróna og í gær lögðu þingmenn bæði Repúblikana- og Demókrataflokksins fram frumvarp um að eingöngu væri hægt að selja vopn til bandamanna Bandaríkjanna. Það yrðu ríki Atlantshafsbandalagsins, Ástralía, Nýja-Sjáland, Suður-Kórea, Japan og Ísrael. Salan, ef af henni verður, mun án efa reita yfirvöld í Kína til reiði. Kínverjar gera tilkall til Taívan og lítur á eyjuna sem hluta af lýðveldinu. Yfirvöld í Kína hafa ítrekað hótað því að sameina ríkin á nýjan leik með valdi. Bandaríkin slitu formlegum tengslum við Taívan árið 1979, að kröfu Kínverja, en hafa þrátt fyrir það haldið umfangsmiklum óformlegum tengslum við ríkið og útvega Taívan meðal annars vopn. Wang Wenbin, talsmaður Utanríkisráðuneytis Kína, ítrekaði mótmæli ríkisins við vopnasölu Bandaríkjanna til Taívan. Hann sagði að Bandaríkin ættu að stöðva söluna svo hún skaðaði ekki samband ríkjanna. Í fyrra samþykktu Bandaríkin að selja 108 M1A2 Abrams skriðdreka til Taívan og and-skriðdreka og and-flugvélavopn. Einnig var samþykkt að 66 orrustuþotur til eyríkisins. Taívan Bandaríkin Kína Tengdar fréttir Ástralar ganga til liðs við Bandaríkin gegn Kína Yfirvöld Ástralíu hafa lagt fram yfirlýsingu til Sameinuðu þjóðanna og segja ólöglegt tilkall Kína til nánast alls Suður-Kínahafs vera brot á alþjóðalögum. 25. júlí 2020 10:23 Ríkisstjórn Taívan skammast út í WHO Ríkisstjórn Taívan segir Alþjóðaheilbrigðismálastofnunina (WHO) ekki hafa deilt gögnum og upplýsingum baráttuna gegn faraldri nýju kórónuveirunnar þar í landi með öðrum ríkjum. 30. mars 2020 15:54 Bandaríkjamenn vöknuðu við vondan draum í München Öryggisráðstefnan í München varpaði miklu ljósi á sífellt versnandi samband Bandaríkjanna og Evrópu. Sprungur í sambandinu urðu að gjám og forsvarsmenn Evrópu og Bandaríkjanna virðast sjá heiminn í mismunandi ljósi. 17. febrúar 2020 12:00 Sjálfstæðissinnar vinna yfirburðasigur í Taívan Forsetinn fékk 8,2 milljónir atkvæða, eða rúm 57 prósent, og þykir það einstakur fjöldi atkvæða hjá forseta sem er að sækjast eftir endurkjöri. 11. janúar 2020 17:41 Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Sjá meira
Ríkisstjórn Taívan á í viðræðum við Bandaríkin um að kaupa minnst fjóra hátækni hernaðardróna. Gangi viðræðurnar etir yrði það í fyrsta sinn sem eyríkið kaupir slík vopn. Um er að ræða sérstaka eftirlitsdróna sem geta flogið allt að 11 þúsund kílómetra. Þetta kemur fram í frétt Reuters en ekki liggur fyrir hvort að drónarnir eigi að bera vopn og þing Bandaríkjanna þarf að samþykkja söluna. Slíkir drónar, sem kallast SeaGuardian, myndu gera hernaðaryfirvöldum í Taívan kleift að fylgjast mun betur með aðgerðum herafla Kína á svæðinu. Ríkisstjórn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hefur ákveðið að reyna að selja fleiri dróna og í gær lögðu þingmenn bæði Repúblikana- og Demókrataflokksins fram frumvarp um að eingöngu væri hægt að selja vopn til bandamanna Bandaríkjanna. Það yrðu ríki Atlantshafsbandalagsins, Ástralía, Nýja-Sjáland, Suður-Kórea, Japan og Ísrael. Salan, ef af henni verður, mun án efa reita yfirvöld í Kína til reiði. Kínverjar gera tilkall til Taívan og lítur á eyjuna sem hluta af lýðveldinu. Yfirvöld í Kína hafa ítrekað hótað því að sameina ríkin á nýjan leik með valdi. Bandaríkin slitu formlegum tengslum við Taívan árið 1979, að kröfu Kínverja, en hafa þrátt fyrir það haldið umfangsmiklum óformlegum tengslum við ríkið og útvega Taívan meðal annars vopn. Wang Wenbin, talsmaður Utanríkisráðuneytis Kína, ítrekaði mótmæli ríkisins við vopnasölu Bandaríkjanna til Taívan. Hann sagði að Bandaríkin ættu að stöðva söluna svo hún skaðaði ekki samband ríkjanna. Í fyrra samþykktu Bandaríkin að selja 108 M1A2 Abrams skriðdreka til Taívan og and-skriðdreka og and-flugvélavopn. Einnig var samþykkt að 66 orrustuþotur til eyríkisins.
Taívan Bandaríkin Kína Tengdar fréttir Ástralar ganga til liðs við Bandaríkin gegn Kína Yfirvöld Ástralíu hafa lagt fram yfirlýsingu til Sameinuðu þjóðanna og segja ólöglegt tilkall Kína til nánast alls Suður-Kínahafs vera brot á alþjóðalögum. 25. júlí 2020 10:23 Ríkisstjórn Taívan skammast út í WHO Ríkisstjórn Taívan segir Alþjóðaheilbrigðismálastofnunina (WHO) ekki hafa deilt gögnum og upplýsingum baráttuna gegn faraldri nýju kórónuveirunnar þar í landi með öðrum ríkjum. 30. mars 2020 15:54 Bandaríkjamenn vöknuðu við vondan draum í München Öryggisráðstefnan í München varpaði miklu ljósi á sífellt versnandi samband Bandaríkjanna og Evrópu. Sprungur í sambandinu urðu að gjám og forsvarsmenn Evrópu og Bandaríkjanna virðast sjá heiminn í mismunandi ljósi. 17. febrúar 2020 12:00 Sjálfstæðissinnar vinna yfirburðasigur í Taívan Forsetinn fékk 8,2 milljónir atkvæða, eða rúm 57 prósent, og þykir það einstakur fjöldi atkvæða hjá forseta sem er að sækjast eftir endurkjöri. 11. janúar 2020 17:41 Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Sjá meira
Ástralar ganga til liðs við Bandaríkin gegn Kína Yfirvöld Ástralíu hafa lagt fram yfirlýsingu til Sameinuðu þjóðanna og segja ólöglegt tilkall Kína til nánast alls Suður-Kínahafs vera brot á alþjóðalögum. 25. júlí 2020 10:23
Ríkisstjórn Taívan skammast út í WHO Ríkisstjórn Taívan segir Alþjóðaheilbrigðismálastofnunina (WHO) ekki hafa deilt gögnum og upplýsingum baráttuna gegn faraldri nýju kórónuveirunnar þar í landi með öðrum ríkjum. 30. mars 2020 15:54
Bandaríkjamenn vöknuðu við vondan draum í München Öryggisráðstefnan í München varpaði miklu ljósi á sífellt versnandi samband Bandaríkjanna og Evrópu. Sprungur í sambandinu urðu að gjám og forsvarsmenn Evrópu og Bandaríkjanna virðast sjá heiminn í mismunandi ljósi. 17. febrúar 2020 12:00
Sjálfstæðissinnar vinna yfirburðasigur í Taívan Forsetinn fékk 8,2 milljónir atkvæða, eða rúm 57 prósent, og þykir það einstakur fjöldi atkvæða hjá forseta sem er að sækjast eftir endurkjöri. 11. janúar 2020 17:41
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent