Innlent

Fjórtán kjaradeilur á borði ríkissáttasemjara

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Fjórtán mál eru á borði ríkissáttasemjara og bættust þrjár kjaradeilur á borð hans í júlímánuði.
Fjórtán mál eru á borði ríkissáttasemjara og bættust þrjár kjaradeilur á borð hans í júlímánuði. Vísir/Egill

Fjórtán kjaradeilur eru nú á borði ríkissáttasemjara en þrjár bættust við til meðferðar hjá embættinu í júlímánuði. Kjaraviðræður hafa legið niðri vegna sumarleyfa en munu hefjast aftur um miðjan ágúst.

Greint er frá því í Morgunblaðinu í morgun að Verkfræðifélag Íslands hafi vísað kjaradeilu félagsins við Landsnet vegna kjara tæknifólks til meðferðar hjá ríkissáttasemjara. Þá hefur VM – félag vélstjóra og málmtæknimanna vísað kjaradeilu sinni við fjármála- og efnahagsráðherra vegna starfsmanna sem tarfa hjá Hafrannsóknarstofnun til ríkissáttasemjara.

Þá hefur hópur stéttarfélaga starfsmanna álversins í Straumsvík vísað kjaradeilu sinni við Rio Tinto í Straumsvík til sáttameðferðar í júlí. Þau félög eru VM – félag vélstjóra og málmtæknimanna, Rafiðnaðarsamband Íslands fyrir hönd FÍR og FRV, FIT, VR og Hlíf.

Næst verður fundað í Karphúsinu hjá ríkissáttasemjara þann 14. ágúst þegar samninganefndir Efling og Samtaka sjálfstæðra skóla funda vegna kjaradeilna en þeirri deilu var vísað til sáttameðferðar í lok maí.


Tengdar fréttir

Segir verkalýðsforingja reyna að knésetja Icelandair

Þorsteinn Víglundsson segir framgöngu verkalýðshreyfingarinnar til skammar með því að reyna að hafa áhrif á ákvarðanatöku um fjárfestingar í Icelandair. Unnur Gunnarsdóttir, varaseðlabankastjóri fjármálaeftirlits, segir að fulltrúum í stjórnum lífeyrissjóða sé óheimilt að láta undan slíkum þrýstingi.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×