Starfsmenn horfa áhyggjufullir til 1. júlí Kristín Ólafsdóttir skrifar 18. júní 2020 12:33 Álver Rio Tinto í Straumsvík. Vísir/vilhelm Starfsmenn Rio Tinto í álverinu í Straumsvík eru uggandi yfir óvissunni sem einkennir framtíð rekstursins. Gefið var út í febrúar að endurskoðun Rio Tinto á rekstri álversins yrði lokið á fyrri helmingi árs 2020, þ.e. fyrir næstu mánaðamót. Þá rennur kjarasamningur starfsmanna Rio Tinto á Íslandi að óbreyttu einnig út um mánaðamótin. „Fólk er áhyggjufullt af því að verið er að endurskoða rekstrarforsendur verksmiðjunnar, það var gefið út í Kauphöllinni í London á sínum tíma. Því á að ljúka á fyrri helmingi ársins, sem er þá þessi dagsetning 1. júlí. Þá kemur í ljós hvaða framtíðarhorfur þeir sjá fyrir verksmiðjuna, hvort þeir ætli að breyta rekstrinum á einhvern hátt eða jafnvel leggja hann niður,“ segir Reinhold Richter trúnaðarmaður starfsmanna Ísal í samtali við Vísi. „Ég veit ekkert frekar en aðrir hvað er að gerast í þessari könnun eða hvernig hún stendur.“ Einnig óvissa um kjörin Sá fyrirvari er á kjarasamningi starfsmanna Rio Tinto að hann sé bundinn því skilyrði að nýr raforkusamningur takist við Landsvirkjun. Í samningnum er þannig kveðið á um að nýr kjarasamningur falli úr gildi 30. júní ef viðræður Rio Tinto og Landsvirkjunar skili ekki árangri. „Það er eitthvað sem við ráðum við ekki við og vitum ekki hvernig staðan er,“ segir Reinhold. „Þá byrja aftur kjaradeilur ef það kemur ekki inn. Og það er sama dagsetning. Það er 1. júlí sem þau þurfa að vera búin að láta okkur vita um það, hvernig það er. Þannig að það er þetta tvennt sem er að ergja starfsmenn. Óvissa um framtíðina og óvissa um kjörin sín.“ Tilkynnt var í febrúar síðastliðnum að Rio Tinto hyggðist hefja sérstaka endurskoðun á starfsemi álversins í Straumsvík, Ísal, „til að meta rekstrarhæfi þess til framtíðar og leita leiða til þess að bæta samkeppnisstöðu þess.“ Rekstur álversins hefur gengið brösulega undanfarin ár en forsvarsmenn segja álverið ekki samkeppnishæft vegna hás raforkukostnaðar. Gefið var út í febrúar að allar leiðir yrðu skoðaðar í umræddri endurskoðun; þar á meðal frekari framleiðsluminnkun og mögulega lokun álversins. Morgunblaðið hafði eftir heimildum sínum í apríl að Rio Tinto skoðaði þann möguleika að loka álverinu í tvö ár til að takmarka taprekstur. Í tilkynningu segir að endurskoðunarferlinu eigi að vera lokið á fyrri helmingi árs 2020. Þá hafði framleiðsla Ísal þegar verið minnkuð í 85 prósent af afkastagetu. 500 manns starfa í Straumsvík. Bjarni Már Gylfason upplýsingafulltrúi Rio Tinto á Íslandi gat ekki tjáð sig um stöðu mála að svo stöddu þegar Vísir leitaði eftir því í dag. Stóriðja Hafnarfjörður Tengdar fréttir Rio Tinto biðst afsökunar á að hafa sprengt forsögulega hella Námugreftarrisinn Rio Tinto hefur beðist afsökunar á að hafa eyðilaggt 46 þúsund ára gamla hella frumbyggja Vestur-Ástralíu. 31. maí 2020 18:32 Einn möguleikinn að loka álverinu í tvö ár Rio Tinto skoðar nú þann möguleika að loka álverinu í Straumsvík í tvö ár til að draga úr tapi af rekstri þess. 7. apríl 2020 06:40 Undirbúningur verkfallsaðgerða hafinn hjá starfsfólki álversins í Straumsvík Forsvarsmenn verkalýðsélaga starfsfólks sem vinnur í álverinu í Straumsvík sendi frá sér tilkynningu um að tilboði um eingreiðslu og framlengingu friðarskyldu sé hafnað. 4. mars 2020 21:53 Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum Sjá meira
Starfsmenn Rio Tinto í álverinu í Straumsvík eru uggandi yfir óvissunni sem einkennir framtíð rekstursins. Gefið var út í febrúar að endurskoðun Rio Tinto á rekstri álversins yrði lokið á fyrri helmingi árs 2020, þ.e. fyrir næstu mánaðamót. Þá rennur kjarasamningur starfsmanna Rio Tinto á Íslandi að óbreyttu einnig út um mánaðamótin. „Fólk er áhyggjufullt af því að verið er að endurskoða rekstrarforsendur verksmiðjunnar, það var gefið út í Kauphöllinni í London á sínum tíma. Því á að ljúka á fyrri helmingi ársins, sem er þá þessi dagsetning 1. júlí. Þá kemur í ljós hvaða framtíðarhorfur þeir sjá fyrir verksmiðjuna, hvort þeir ætli að breyta rekstrinum á einhvern hátt eða jafnvel leggja hann niður,“ segir Reinhold Richter trúnaðarmaður starfsmanna Ísal í samtali við Vísi. „Ég veit ekkert frekar en aðrir hvað er að gerast í þessari könnun eða hvernig hún stendur.“ Einnig óvissa um kjörin Sá fyrirvari er á kjarasamningi starfsmanna Rio Tinto að hann sé bundinn því skilyrði að nýr raforkusamningur takist við Landsvirkjun. Í samningnum er þannig kveðið á um að nýr kjarasamningur falli úr gildi 30. júní ef viðræður Rio Tinto og Landsvirkjunar skili ekki árangri. „Það er eitthvað sem við ráðum við ekki við og vitum ekki hvernig staðan er,“ segir Reinhold. „Þá byrja aftur kjaradeilur ef það kemur ekki inn. Og það er sama dagsetning. Það er 1. júlí sem þau þurfa að vera búin að láta okkur vita um það, hvernig það er. Þannig að það er þetta tvennt sem er að ergja starfsmenn. Óvissa um framtíðina og óvissa um kjörin sín.“ Tilkynnt var í febrúar síðastliðnum að Rio Tinto hyggðist hefja sérstaka endurskoðun á starfsemi álversins í Straumsvík, Ísal, „til að meta rekstrarhæfi þess til framtíðar og leita leiða til þess að bæta samkeppnisstöðu þess.“ Rekstur álversins hefur gengið brösulega undanfarin ár en forsvarsmenn segja álverið ekki samkeppnishæft vegna hás raforkukostnaðar. Gefið var út í febrúar að allar leiðir yrðu skoðaðar í umræddri endurskoðun; þar á meðal frekari framleiðsluminnkun og mögulega lokun álversins. Morgunblaðið hafði eftir heimildum sínum í apríl að Rio Tinto skoðaði þann möguleika að loka álverinu í tvö ár til að takmarka taprekstur. Í tilkynningu segir að endurskoðunarferlinu eigi að vera lokið á fyrri helmingi árs 2020. Þá hafði framleiðsla Ísal þegar verið minnkuð í 85 prósent af afkastagetu. 500 manns starfa í Straumsvík. Bjarni Már Gylfason upplýsingafulltrúi Rio Tinto á Íslandi gat ekki tjáð sig um stöðu mála að svo stöddu þegar Vísir leitaði eftir því í dag.
Stóriðja Hafnarfjörður Tengdar fréttir Rio Tinto biðst afsökunar á að hafa sprengt forsögulega hella Námugreftarrisinn Rio Tinto hefur beðist afsökunar á að hafa eyðilaggt 46 þúsund ára gamla hella frumbyggja Vestur-Ástralíu. 31. maí 2020 18:32 Einn möguleikinn að loka álverinu í tvö ár Rio Tinto skoðar nú þann möguleika að loka álverinu í Straumsvík í tvö ár til að draga úr tapi af rekstri þess. 7. apríl 2020 06:40 Undirbúningur verkfallsaðgerða hafinn hjá starfsfólki álversins í Straumsvík Forsvarsmenn verkalýðsélaga starfsfólks sem vinnur í álverinu í Straumsvík sendi frá sér tilkynningu um að tilboði um eingreiðslu og framlengingu friðarskyldu sé hafnað. 4. mars 2020 21:53 Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum Sjá meira
Rio Tinto biðst afsökunar á að hafa sprengt forsögulega hella Námugreftarrisinn Rio Tinto hefur beðist afsökunar á að hafa eyðilaggt 46 þúsund ára gamla hella frumbyggja Vestur-Ástralíu. 31. maí 2020 18:32
Einn möguleikinn að loka álverinu í tvö ár Rio Tinto skoðar nú þann möguleika að loka álverinu í Straumsvík í tvö ár til að draga úr tapi af rekstri þess. 7. apríl 2020 06:40
Undirbúningur verkfallsaðgerða hafinn hjá starfsfólki álversins í Straumsvík Forsvarsmenn verkalýðsélaga starfsfólks sem vinnur í álverinu í Straumsvík sendi frá sér tilkynningu um að tilboði um eingreiðslu og framlengingu friðarskyldu sé hafnað. 4. mars 2020 21:53