Starfsmenn horfa áhyggjufullir til 1. júlí Kristín Ólafsdóttir skrifar 18. júní 2020 12:33 Álver Rio Tinto í Straumsvík. Vísir/vilhelm Starfsmenn Rio Tinto í álverinu í Straumsvík eru uggandi yfir óvissunni sem einkennir framtíð rekstursins. Gefið var út í febrúar að endurskoðun Rio Tinto á rekstri álversins yrði lokið á fyrri helmingi árs 2020, þ.e. fyrir næstu mánaðamót. Þá rennur kjarasamningur starfsmanna Rio Tinto á Íslandi að óbreyttu einnig út um mánaðamótin. „Fólk er áhyggjufullt af því að verið er að endurskoða rekstrarforsendur verksmiðjunnar, það var gefið út í Kauphöllinni í London á sínum tíma. Því á að ljúka á fyrri helmingi ársins, sem er þá þessi dagsetning 1. júlí. Þá kemur í ljós hvaða framtíðarhorfur þeir sjá fyrir verksmiðjuna, hvort þeir ætli að breyta rekstrinum á einhvern hátt eða jafnvel leggja hann niður,“ segir Reinhold Richter trúnaðarmaður starfsmanna Ísal í samtali við Vísi. „Ég veit ekkert frekar en aðrir hvað er að gerast í þessari könnun eða hvernig hún stendur.“ Einnig óvissa um kjörin Sá fyrirvari er á kjarasamningi starfsmanna Rio Tinto að hann sé bundinn því skilyrði að nýr raforkusamningur takist við Landsvirkjun. Í samningnum er þannig kveðið á um að nýr kjarasamningur falli úr gildi 30. júní ef viðræður Rio Tinto og Landsvirkjunar skili ekki árangri. „Það er eitthvað sem við ráðum við ekki við og vitum ekki hvernig staðan er,“ segir Reinhold. „Þá byrja aftur kjaradeilur ef það kemur ekki inn. Og það er sama dagsetning. Það er 1. júlí sem þau þurfa að vera búin að láta okkur vita um það, hvernig það er. Þannig að það er þetta tvennt sem er að ergja starfsmenn. Óvissa um framtíðina og óvissa um kjörin sín.“ Tilkynnt var í febrúar síðastliðnum að Rio Tinto hyggðist hefja sérstaka endurskoðun á starfsemi álversins í Straumsvík, Ísal, „til að meta rekstrarhæfi þess til framtíðar og leita leiða til þess að bæta samkeppnisstöðu þess.“ Rekstur álversins hefur gengið brösulega undanfarin ár en forsvarsmenn segja álverið ekki samkeppnishæft vegna hás raforkukostnaðar. Gefið var út í febrúar að allar leiðir yrðu skoðaðar í umræddri endurskoðun; þar á meðal frekari framleiðsluminnkun og mögulega lokun álversins. Morgunblaðið hafði eftir heimildum sínum í apríl að Rio Tinto skoðaði þann möguleika að loka álverinu í tvö ár til að takmarka taprekstur. Í tilkynningu segir að endurskoðunarferlinu eigi að vera lokið á fyrri helmingi árs 2020. Þá hafði framleiðsla Ísal þegar verið minnkuð í 85 prósent af afkastagetu. 500 manns starfa í Straumsvík. Bjarni Már Gylfason upplýsingafulltrúi Rio Tinto á Íslandi gat ekki tjáð sig um stöðu mála að svo stöddu þegar Vísir leitaði eftir því í dag. Stóriðja Hafnarfjörður Tengdar fréttir Rio Tinto biðst afsökunar á að hafa sprengt forsögulega hella Námugreftarrisinn Rio Tinto hefur beðist afsökunar á að hafa eyðilaggt 46 þúsund ára gamla hella frumbyggja Vestur-Ástralíu. 31. maí 2020 18:32 Einn möguleikinn að loka álverinu í tvö ár Rio Tinto skoðar nú þann möguleika að loka álverinu í Straumsvík í tvö ár til að draga úr tapi af rekstri þess. 7. apríl 2020 06:40 Undirbúningur verkfallsaðgerða hafinn hjá starfsfólki álversins í Straumsvík Forsvarsmenn verkalýðsélaga starfsfólks sem vinnur í álverinu í Straumsvík sendi frá sér tilkynningu um að tilboði um eingreiðslu og framlengingu friðarskyldu sé hafnað. 4. mars 2020 21:53 Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent Fleiri fréttir Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Sjá meira
Starfsmenn Rio Tinto í álverinu í Straumsvík eru uggandi yfir óvissunni sem einkennir framtíð rekstursins. Gefið var út í febrúar að endurskoðun Rio Tinto á rekstri álversins yrði lokið á fyrri helmingi árs 2020, þ.e. fyrir næstu mánaðamót. Þá rennur kjarasamningur starfsmanna Rio Tinto á Íslandi að óbreyttu einnig út um mánaðamótin. „Fólk er áhyggjufullt af því að verið er að endurskoða rekstrarforsendur verksmiðjunnar, það var gefið út í Kauphöllinni í London á sínum tíma. Því á að ljúka á fyrri helmingi ársins, sem er þá þessi dagsetning 1. júlí. Þá kemur í ljós hvaða framtíðarhorfur þeir sjá fyrir verksmiðjuna, hvort þeir ætli að breyta rekstrinum á einhvern hátt eða jafnvel leggja hann niður,“ segir Reinhold Richter trúnaðarmaður starfsmanna Ísal í samtali við Vísi. „Ég veit ekkert frekar en aðrir hvað er að gerast í þessari könnun eða hvernig hún stendur.“ Einnig óvissa um kjörin Sá fyrirvari er á kjarasamningi starfsmanna Rio Tinto að hann sé bundinn því skilyrði að nýr raforkusamningur takist við Landsvirkjun. Í samningnum er þannig kveðið á um að nýr kjarasamningur falli úr gildi 30. júní ef viðræður Rio Tinto og Landsvirkjunar skili ekki árangri. „Það er eitthvað sem við ráðum við ekki við og vitum ekki hvernig staðan er,“ segir Reinhold. „Þá byrja aftur kjaradeilur ef það kemur ekki inn. Og það er sama dagsetning. Það er 1. júlí sem þau þurfa að vera búin að láta okkur vita um það, hvernig það er. Þannig að það er þetta tvennt sem er að ergja starfsmenn. Óvissa um framtíðina og óvissa um kjörin sín.“ Tilkynnt var í febrúar síðastliðnum að Rio Tinto hyggðist hefja sérstaka endurskoðun á starfsemi álversins í Straumsvík, Ísal, „til að meta rekstrarhæfi þess til framtíðar og leita leiða til þess að bæta samkeppnisstöðu þess.“ Rekstur álversins hefur gengið brösulega undanfarin ár en forsvarsmenn segja álverið ekki samkeppnishæft vegna hás raforkukostnaðar. Gefið var út í febrúar að allar leiðir yrðu skoðaðar í umræddri endurskoðun; þar á meðal frekari framleiðsluminnkun og mögulega lokun álversins. Morgunblaðið hafði eftir heimildum sínum í apríl að Rio Tinto skoðaði þann möguleika að loka álverinu í tvö ár til að takmarka taprekstur. Í tilkynningu segir að endurskoðunarferlinu eigi að vera lokið á fyrri helmingi árs 2020. Þá hafði framleiðsla Ísal þegar verið minnkuð í 85 prósent af afkastagetu. 500 manns starfa í Straumsvík. Bjarni Már Gylfason upplýsingafulltrúi Rio Tinto á Íslandi gat ekki tjáð sig um stöðu mála að svo stöddu þegar Vísir leitaði eftir því í dag.
Stóriðja Hafnarfjörður Tengdar fréttir Rio Tinto biðst afsökunar á að hafa sprengt forsögulega hella Námugreftarrisinn Rio Tinto hefur beðist afsökunar á að hafa eyðilaggt 46 þúsund ára gamla hella frumbyggja Vestur-Ástralíu. 31. maí 2020 18:32 Einn möguleikinn að loka álverinu í tvö ár Rio Tinto skoðar nú þann möguleika að loka álverinu í Straumsvík í tvö ár til að draga úr tapi af rekstri þess. 7. apríl 2020 06:40 Undirbúningur verkfallsaðgerða hafinn hjá starfsfólki álversins í Straumsvík Forsvarsmenn verkalýðsélaga starfsfólks sem vinnur í álverinu í Straumsvík sendi frá sér tilkynningu um að tilboði um eingreiðslu og framlengingu friðarskyldu sé hafnað. 4. mars 2020 21:53 Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent Fleiri fréttir Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Sjá meira
Rio Tinto biðst afsökunar á að hafa sprengt forsögulega hella Námugreftarrisinn Rio Tinto hefur beðist afsökunar á að hafa eyðilaggt 46 þúsund ára gamla hella frumbyggja Vestur-Ástralíu. 31. maí 2020 18:32
Einn möguleikinn að loka álverinu í tvö ár Rio Tinto skoðar nú þann möguleika að loka álverinu í Straumsvík í tvö ár til að draga úr tapi af rekstri þess. 7. apríl 2020 06:40
Undirbúningur verkfallsaðgerða hafinn hjá starfsfólki álversins í Straumsvík Forsvarsmenn verkalýðsélaga starfsfólks sem vinnur í álverinu í Straumsvík sendi frá sér tilkynningu um að tilboði um eingreiðslu og framlengingu friðarskyldu sé hafnað. 4. mars 2020 21:53