Enski boltinn

Stjórn Liver­pool með ein­föld skila­boð til Klopp

Anton Ingi Leifsson skrifar
Klopp fagnar enska meistaratitlinum á dögunum.
Klopp fagnar enska meistaratitlinum á dögunum. vísir/getty

Samkvæmt þýskum fjölmiðlum hefur Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, fengið ansi einföld skilaboð frá stjórn félagsins varðandi leikmannakaup í sumar.

Liverpool hafði verið orðað við miðjumanninn Thiago Alcantara en Bayern Munchen vill fá 40 milljónir punda fyrir hann á meðan Liverpool er bara tilbúið að borga 20 milljónir punda.

Kórónuveiran hefur haft áhrif á Anfield eins og á mörgum öðrum stöðum. Þeir eru sagðir hafa misst Timo Werner í hendur Chelsea og nú gætu þeir misst af Thiago einnig ef þeir hakka ekki boðið.

Samkvæmt upplýsingum frá þýska dagblaðinu Kicker þá hefur stjórn Liverpool gefið Klopp þau einföldu skilaboð að hann þurfi að selja leikmenn til þess að fá aðra inn.

Liverpool seldi á dögunum Dejan Lovren til Zenit í Pétursborg fyrir ellefu milljónir punda og fleiri leikmenn gætu verið á leið burt frá Anfield, vilji sá þýski styrkja liðið.

Ensku meistararnir hafa einnig verið orðaðir við vinstri bakvörðinn Jamal Lewis frá Norwich en tíu milljóna punda boð Liverpool í hann var hafnað af Norwich.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.