Handtekin og kærð fyrir að setja fána á styttur Vésteinn Örn Pétursson skrifar 6. ágúst 2020 06:59 Frá mótmælum hinsegin fólks í Varsjá gegn Duda forseta. Myndin tengist efni fréttarinnar ekki með beinum hætti. Piotr Lapinski/Getty Þrennt hefur verið handtekið og ákært fyrir að hafa hengt regnbogafána, sem táknar samfélag hinsegin fólks, á styttur í Varsjá, höfuðborg Póllands. Fólkið er ákært fyrir að vanhelga minnismerki og að móðga trúarlega sannfæringu fólks. Fólkið hengdi fánana upp í mótmælaskyni við stefnumál Andrzej Duda, forseta Póllands. Hann er afar mótfallinn samkynhneigðum og hinsegin fólki. Fánarnir voru hengdir á styttu af hafmeyju, Jesú Kristi og stjörnufræðingnum Nikulási Kópernikus. Mateusz Morawiecki, forsætisráðherra Póllands, hefur fordæmt athæfi mótmælendanna og sagt að stytturnar standi fyrir gildi sem mikilvæg séu milljónum Pólverja. Mótmælendur hafa hins vegar sagt að með athæfinu hafi þeir verið að mótmæla hugmyndafræði stjórnvalda, sem byggi á fordómum í garð hinsegin fólks. Saksóknarar hafa ekki enn tekið ákvörðun um hvort þeir láti reyna á málið fyrir dómi en við því að móðga trúarlega sannfæringu í Póllandi getur legið allt að tveggja ára fangelsisrefsins. Duda forseti verður settur í embætti öðru sinni í dag en hann vann í síðasta mánuði nauman sigur á mótframbjóðanda sínum, Rafal Trzaskowski. Sá síðarnefndi er borgarstjóri Varsjár. Í kosningabaráttu sinni fyrir kosningarnar sagði Duda að hann myndi vilja innleiða bann við hjónaböndum og rétti samkynhneigðra til að ættleiða í stjórnarskrá Póllands. Hann hefur að sama skapi sagt að „hugmyndafræði hinsegin fólks“ væri „verri en kommúnismi.“ Hjónabönd samkynhneigðra eru ekki viðurkennt í Pólland í dag. Þá er samkynja pörum, samkvæmt lögum, ekki leyfilegt að ættleiða börn. Pólland Hinsegin Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent „Draumar geta ræst“ Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Sjá meira
Þrennt hefur verið handtekið og ákært fyrir að hafa hengt regnbogafána, sem táknar samfélag hinsegin fólks, á styttur í Varsjá, höfuðborg Póllands. Fólkið er ákært fyrir að vanhelga minnismerki og að móðga trúarlega sannfæringu fólks. Fólkið hengdi fánana upp í mótmælaskyni við stefnumál Andrzej Duda, forseta Póllands. Hann er afar mótfallinn samkynhneigðum og hinsegin fólki. Fánarnir voru hengdir á styttu af hafmeyju, Jesú Kristi og stjörnufræðingnum Nikulási Kópernikus. Mateusz Morawiecki, forsætisráðherra Póllands, hefur fordæmt athæfi mótmælendanna og sagt að stytturnar standi fyrir gildi sem mikilvæg séu milljónum Pólverja. Mótmælendur hafa hins vegar sagt að með athæfinu hafi þeir verið að mótmæla hugmyndafræði stjórnvalda, sem byggi á fordómum í garð hinsegin fólks. Saksóknarar hafa ekki enn tekið ákvörðun um hvort þeir láti reyna á málið fyrir dómi en við því að móðga trúarlega sannfæringu í Póllandi getur legið allt að tveggja ára fangelsisrefsins. Duda forseti verður settur í embætti öðru sinni í dag en hann vann í síðasta mánuði nauman sigur á mótframbjóðanda sínum, Rafal Trzaskowski. Sá síðarnefndi er borgarstjóri Varsjár. Í kosningabaráttu sinni fyrir kosningarnar sagði Duda að hann myndi vilja innleiða bann við hjónaböndum og rétti samkynhneigðra til að ættleiða í stjórnarskrá Póllands. Hann hefur að sama skapi sagt að „hugmyndafræði hinsegin fólks“ væri „verri en kommúnismi.“ Hjónabönd samkynhneigðra eru ekki viðurkennt í Pólland í dag. Þá er samkynja pörum, samkvæmt lögum, ekki leyfilegt að ættleiða börn.
Pólland Hinsegin Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent „Draumar geta ræst“ Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Sjá meira