Kom illa út úr viðtali sem líkt hefur verið við „lestarslys“ Samúel Karl Ólason skrifar 5. ágúst 2020 11:18 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. AP/Alex Brandon Viðtal Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, við Jonathan Swan, blaðamann Axios, virðist ætla að draga dilk á eftir sér fyrir forsetann, sem þykir hafa komið einkar illa út úr því. Því hefur verið líkt við „lestarslys“ og er til mikillar umræðu vestanhafs. Trump virtist óundirbúinn og alls ekki meðvitaður um stöðu þess faraldurs sem gengur nú yfir Bandaríkin. Andstæðingar forsetans og þá sérstaklega Joe Biden, mótframbjóðandi Trump, og starfsmenn framboðs hans, munu geta notað ummæli Trump í viðtalinu og hegðun hans gegn honum allt fram að forsetakosningunum í nóvember. „Það er það sem það er,“ sagði Trump til að mynda um þá staðreynd að um þúsund manns væru að deyja í Bandaríkjunum á degi hverjum og að rúmlega 150 þúsund manns hefðu dáið vegna Covid-19. Þá hafði forsetinn reynt að halda því fram að ríkisstjórn hans hefði staðið sig einkar vel gagnvart faraldrinum. Swan var til viðtals á MSNBC í morgun þar sem hann sagði Trump ítrekað hafa reynt að beina jákvæðu ljósi að umræðuefni þeirra, jafnvel þó það sé alls ekki í samræmi við raunveruleikann. Það gæti verið við hæfi þegar verið sé að selja fasteignir en ekki í því ástandi sem Bandaríkin eru núna. Viðtalið í heild sinni má sjá hér að neðan. Í umfjöllun Washington Post segir að viðtalið hafi sýnt bersýnilega að Trump áttaði sig ekki á faraldrinum. Hann hafi mætt með útprentuð línurit sem hann skyldi ekki. „Hérna. Bandaríkin eru lægri í…margskonar flokkum. Við erum lægri en heimurinn,“ sagði forsetinn á einum tímapunkti. Swan spurði Trump hvað hann ætti við og hann svaraði: „Við erum lægri en Evrópa“ og rétti honum pappíra. Swan skoðaði þá og sagði að Trump væri að taka hlutfallið af dauðsföllum og þeim sem smitast af Covid. Eðlilegra væri að skoða fjölda dauðsfalla í samhengi við íbúafjölda. Í þeim samanburði væri ljóst að Bandaríkin stæðu illa. „Þú mátt ekkert gera það,“ sagði Trump. „Þú verður að fara eftir..Þú verður að skoða.. Sko, hér í Bandaríkjunum…. Þú verður að fara eftir dauðsföllum,“ sagði Trump. Boðar ekki gott fyrir haustið CNN setur viðtalið í samhengi við væntanlegar kappræður Trump og Biden þegar nær dregur kosningunum. Það sjáist í viðtalinu að Trump gangi ekki vel þegar röngum staðhæfingum hans er mótmælt og honum er ekki gert kleift að skipta um umræðuefni. Þá þykir ljóst að sitjandi forsetum hefur sjaldan vegnað vel í kappræðum. Þeir hafi vanist því á fjórum árum í embætti að orðum þeirra sé fylgt eftir og hlustað sé á þá. Árið 2012 fór Mitt Romney illa með Barack Obama í fyrstu kappræðum þeirra. Sömu sögu sé að segja af Bill Clinton og George H.W. Bush árið 1992 og Ronald Reagan og Walter Mondale árið 1984. Fjölmargar grínútgáfur hafa verið gerðar af myndbandinu. Hér má sjá eina slíka. Ok. Who made this? It's genius. pic.twitter.com/EkwG2RlDel— The Lincoln Project (@ProjectLincoln) August 5, 2020 Bandaríkin Donald Trump Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Erlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Innlent Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Innlent Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Innlent Fleiri fréttir Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Lecornu eygir von eftir ákvörðun um að fresta hækkun eftirlaunaaldursins Segja eitt líkanna ekki vera gísl Dónatal í desember Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Viðkvæmur friður þegar í hættu? Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Sjá meira
Viðtal Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, við Jonathan Swan, blaðamann Axios, virðist ætla að draga dilk á eftir sér fyrir forsetann, sem þykir hafa komið einkar illa út úr því. Því hefur verið líkt við „lestarslys“ og er til mikillar umræðu vestanhafs. Trump virtist óundirbúinn og alls ekki meðvitaður um stöðu þess faraldurs sem gengur nú yfir Bandaríkin. Andstæðingar forsetans og þá sérstaklega Joe Biden, mótframbjóðandi Trump, og starfsmenn framboðs hans, munu geta notað ummæli Trump í viðtalinu og hegðun hans gegn honum allt fram að forsetakosningunum í nóvember. „Það er það sem það er,“ sagði Trump til að mynda um þá staðreynd að um þúsund manns væru að deyja í Bandaríkjunum á degi hverjum og að rúmlega 150 þúsund manns hefðu dáið vegna Covid-19. Þá hafði forsetinn reynt að halda því fram að ríkisstjórn hans hefði staðið sig einkar vel gagnvart faraldrinum. Swan var til viðtals á MSNBC í morgun þar sem hann sagði Trump ítrekað hafa reynt að beina jákvæðu ljósi að umræðuefni þeirra, jafnvel þó það sé alls ekki í samræmi við raunveruleikann. Það gæti verið við hæfi þegar verið sé að selja fasteignir en ekki í því ástandi sem Bandaríkin eru núna. Viðtalið í heild sinni má sjá hér að neðan. Í umfjöllun Washington Post segir að viðtalið hafi sýnt bersýnilega að Trump áttaði sig ekki á faraldrinum. Hann hafi mætt með útprentuð línurit sem hann skyldi ekki. „Hérna. Bandaríkin eru lægri í…margskonar flokkum. Við erum lægri en heimurinn,“ sagði forsetinn á einum tímapunkti. Swan spurði Trump hvað hann ætti við og hann svaraði: „Við erum lægri en Evrópa“ og rétti honum pappíra. Swan skoðaði þá og sagði að Trump væri að taka hlutfallið af dauðsföllum og þeim sem smitast af Covid. Eðlilegra væri að skoða fjölda dauðsfalla í samhengi við íbúafjölda. Í þeim samanburði væri ljóst að Bandaríkin stæðu illa. „Þú mátt ekkert gera það,“ sagði Trump. „Þú verður að fara eftir..Þú verður að skoða.. Sko, hér í Bandaríkjunum…. Þú verður að fara eftir dauðsföllum,“ sagði Trump. Boðar ekki gott fyrir haustið CNN setur viðtalið í samhengi við væntanlegar kappræður Trump og Biden þegar nær dregur kosningunum. Það sjáist í viðtalinu að Trump gangi ekki vel þegar röngum staðhæfingum hans er mótmælt og honum er ekki gert kleift að skipta um umræðuefni. Þá þykir ljóst að sitjandi forsetum hefur sjaldan vegnað vel í kappræðum. Þeir hafi vanist því á fjórum árum í embætti að orðum þeirra sé fylgt eftir og hlustað sé á þá. Árið 2012 fór Mitt Romney illa með Barack Obama í fyrstu kappræðum þeirra. Sömu sögu sé að segja af Bill Clinton og George H.W. Bush árið 1992 og Ronald Reagan og Walter Mondale árið 1984. Fjölmargar grínútgáfur hafa verið gerðar af myndbandinu. Hér má sjá eina slíka. Ok. Who made this? It's genius. pic.twitter.com/EkwG2RlDel— The Lincoln Project (@ProjectLincoln) August 5, 2020
Bandaríkin Donald Trump Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Erlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Innlent Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Innlent Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Innlent Fleiri fréttir Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Lecornu eygir von eftir ákvörðun um að fresta hækkun eftirlaunaaldursins Segja eitt líkanna ekki vera gísl Dónatal í desember Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Viðkvæmur friður þegar í hættu? Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Sjá meira