Enski boltinn

Arteta keypti varð­hund á rúmar þrjár milljónir

Anton Ingi Leifsson skrifar
Arteta lyftir enska bikarnum um liðna helgi.
Arteta lyftir enska bikarnum um liðna helgi. vísir/getty

Mikel Arteta, stjóri nýkrýndra bikarmeistara Arsenal, hefur bæst í hóp leikmanna og stjóra í enska boltanum sem hafa keypt varðhund inn á heimilið.

Spánverjinn var myndaður með nýjum hundi sínum af gerðinni Dutch Shepherd en hann er talinn kosta 20 þúsund pund, eða rúmlega þrjár milljónir íslenskra króna.

Arteta keypti hundinn í gegnum fyrirtækið Elite Protection Dogs en hann flutti til Lundúna í desember síðastliðnum eftir að hafa fært sig um set; frá Man. City til Arsenal.

Margir leikmenn í ensku úrvalsdeildinni eru með svipaða hunda á heimili sínu. Þar má m.a. nefna Jack Wilshere, Marcus Rashford og Huggo Lloris en hundarnir eiga að fæla innbrotsþjófa frá húsinu.

Arteta vann sinn fyrsta titil sem stjóri Arsenal um síðustu helgi er liðið vann 2-1 sigur á Chelsea í úrslitaleik enska bikarsins.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.